Úrval - 01.05.1979, Page 115

Úrval - 01.05.1979, Page 115
DANS HÖRMUNGA — DANS VONA 113 greinilega að við mættum gjörbreyttu viðmóti. Blöð um alla Evrópu fluttu fréttir um vaxandi andstyggð á meðferðinn á okkur og það með, að alls staðar væru menn mjög tregir að eiga viðskipti við sovéska menningar- hópa. Þetta hafði líka komið mjög greinilega fram í New York. Fyrstu ferð Kírofflokksins til Bandaríkjanna í tíu ár hafði verið aflýst — í orði kveðnu vegna skorts á flugsamgöngum. En bandaríkjamenn vissu að vaxandi óbeit á stefnu Sovét- ríkjanna varðandi umsóknir um brottflutning — þar sem við Galja vomm prófmál — var ástæðan fyrir því að ,,það væri óþolandi að hafa Kírof ballettinn hér” eins og leiðandi, bandarískur greina- höfundur komst að orði. Lestarþjónninn — kona — barði að dymm og spurði hvort við værum ekki þyrstir. Við kváðum það ekki vera. Næst kom hún með tvö glös. ,,Ég hlusta ekki á neina vitleysu,” sagði hún. ,,Þetta er mjög gott te.” Raunar var það svo bragðlaust að Alek hafði orð á því. Eftir fimm mínútur streymdi svitinn niður rauðflekkótt andlit Aleks. Sjálfur varð ég einkennilega sveittur þegar ákafasta ógleði, sem ég hef nokkurn ríma kennt, rann um taugar mínar. Við þutum að vaskinum. Þegar ekki var nóg að kasta upp, hlupum við til klósettanna í hinum enda vagnsins. Niðurgangurinn var svo ofboðslegur að mér fannst iðrin hljóta að fara líka. Ég staulaðist að hinu klósettinu og hrópaði á Alek. Einhver hluti heilans minntist hótana KGB um að skera mig í sundur, mola á mér hausinn, eða gefa mér eitthvað að drekka sem riði mér að fullu. Svo var guði fyrir þakkandi að Alek hafði ekki dmkkið nema helminginn úr sínu glasi. En hann hafði lengi verið slæmur fyrir hjarta, og nú var hann másandi. Ég tók um andlit hans með báðum höndum. Lestarvörðurinn kom aftur og tautaði að við hlytum að hafa étið eitthvað óhollt „heima”. Hún reyndi að halda ró sinni, en það leyndi sér ekki að við vomm verr á okkur komnir en hún hafði búist við. I Minsk beið okkar sjúkrabíll. Við fundum nálum stungið í hand- leggina. Sjúkrahúslæknarnir komust að þeirri niðurstöðu að við hefðum orðið fyrir „alvarlegri matareitmn af ókunnum ástæðum” En þeir gátu ekki Imyndað sér afleiðingarnar af því að þeir gáfu okkur leyfi til að hringja til Vilnius. Með því móti tókst okkur að gera heiminum viðvart um hvað komið hefði fyrir okkur. Viðbrögð heimsins vom áfall fyrir KGB. Á fimmta degi komst ég aftur til Vilnius og uppgötvaði að Galja var líka á spítala. Ástand mitt hafði neytt hana til að horfast í augu við það, sem hún hafði aldrei gert sér grein fyrir áður. I fyrsta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.