Úrval - 01.05.1979, Page 123

Úrval - 01.05.1979, Page 123
EINVÍGI VIÐ ÚLF 121 Á þeim tíma herjuðu úlfar á sveit- irnar í Tambof og nágrennahéruð- unum. Þeim hafði fjölgað mjög ört á styrjaldarárunum vegna ætis er þeir fengu á vígvöllunum. Á hinum erfiðu árum, er fylgdu í kjölfar styrjaldarinnar, hafði enginn tíma til þess að sinn úlfaveiðum. Það leið enn langur tími þar til farið var að tala um varðveislu vistfræðilegs janfvægis og björgun úlfanna sem sorphreinsara náttúrunnar. Þá var miklu brýnna að vernda líf og eignir fólks fyrir ránum þeirra. Úlfarnir réðust um hábjartan dag á hjarðir á beit, hrifsuðu frá bændunum kind eða svín og stundum létu þeir jafnvel ekki hunda í friði. Og þeir hrifsuðu kiðling úr fanginu á gamalli konu, sem var stjörf af ótta. Það hættulegasta af öllu var, að þeir höfðu gersamlega glatað óttanum við manninn. Þeir slitu þorpskennara í tætlur aðeins fáum metrum frá heimili hennar. Ökumaður, sem hafði ekið ungu konunni heim úr skólanum, ók bílnum mitt inn í úlfahópinn en varð of seinn til þess að bjarga henni. Hún lést aðeins fáum mínútum síðar. Að lokum var lýst yfir vægðarlausri styrjöld á hendur úlfunum í Tambof- héraði. Hver herferðin var farin á fætur annarri, en ræningjarnir voru of margir. Þeim virtist ekkert fækka, en grimmd þeirra óx dag frá degi. Augljóst var, að úlfarnir töldu sig ráða lögum og lofum. Flugmenn Po-2, sem flugu í áætlunarflugi, sáu daglega fylkingar úlfa í leit að æti: Faðirinn og móðirin skokkuðu fremst og á eftir þeim komu hvolpar fæddir síðasta sumar, aftastir fóru ungir úlfar, rösklega árs- gamlir. Dýrin vom ekkert hrædd við hávaðann frá flugvélahreyflunum og það þurfti að fljúga alveg niður að jörðu til þess að þau dreifðu sér, og þá treglega. Og eftir andartak hafði flokkurinn sameinast aftur. Dag nokkurn birtist hár og sterk- legur maður á flugvellinum. Hann var klæddur sérstökum „skógar- búningi” og var vopnaður tvíhleyptri byssu. Þetta var Ivan Vjatsovoj, veiði- maður í ættir fram, besti úlfaveiði- maðurinn í öllu Tambofhéraði og alþekktur maður. Flugmennirnir iðuðu í skinninu: Þetta þýddi atvinnu! Fyrst ræddi Vjatsovoj einslega við flugvallarstjórann inni í litlu skrif- stofunni hans og útskýrði fyrir honum tilgang komu sinnar. Nauðsynlegt var að leita að úr lofti og útrýma sérstaklega hættulegu og slægu dýri, sem héraðsbúar kölluðu varúlfinn, vegna gáfna hans og prett- vísi. Veiðimaðurinn bað um flugmann, sem væri ungur og sterkur og gæti flogið flugvélinni rétt yfír jörðu. Alexander Júrkin varð fyrir valinu. Kaldan febrúarmorgun flugu þeir til þess svæðis, þar sem varúlfurinn hafði farið rænandi og ruplandi síðustu daga. Eftir 40 mínútna hring-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.