Úrval - 01.08.1982, Side 12
10
ÚRVAL
Hversdagsleg sjón í Kuwait — öll
bílastœði full af rándýrum
glæsibílum.
en öld var liðin voru Kuwait-búar
farnir að smíða úr tekkviði
hraðskreiðustu einmöstrunga sem
þekktust meðal arabaþjóða. Perlu-
veiðafloti þeirra var 700 bátar sem
fóru um allan Persaflóann og um
hundrað kaupskip þeirra sigldu milli
allra hafna flóans í viðskiptaerindum.
Kuwait var vel staðsett í miðju Mið-
Austurlanda og varð miðstöð
verslunar milli Austur-Afríku, Asíu
og Evrópu.
Tvö eriend fyrirtæki, Anglo-
Iranian Oil (það heitir nú British
Petroleum) og Gulf Oil í Banda-
ríkjunum, stofnuðu sameiginlega
Kuwait Oil Company upp á von og
óvon. Árið 1938 finnast hinar gríðar-
miklu olíuauðlindir á Burgan-olíu-
svæðinu. Svæðið er 970 ferkílómetrar
að flatarmáli og innan þess er að
finna einhverjar auðugustu olíulindir
á jarðríki. Skömmu eftir að
ollustreymið hófst sagði Abdullah al-
Salem al-Sabah fursti: ,,Við viljum að
fólk okkar sé hamingjusamt og við
höfum efni á því.” Þessi gagnorða en
þó hógværa setning varð hornsteinn
innanríkisstefnu stjórnvalda.
Aðrar olíuþjóðir gáfu þessu lítinn
gaum en Sabah-ættin í Kuwait lagði
milijarða á milljarða ofan í vegi,
skóla, heimili, sjúkrahús, raforkuver
og hreinsunarstöðvar fyrir vatnið í
Persaflóa. Kuwait var breskt verndar-
svæði frá árinu 1899 en lýsti sig
fullvalda ríki árið 1961 og fjórtán
árum síðar tók það stjórnun olíu-
iðnaðarins í eigin hendur. Vitað er nú
að olíulindirnar í Kuwait hafa að
geyma 72 milljarða tunna af olíu —
eða tíunda hluta allrar þeirrar olíu
sem vitað er um í heiminum I dag.
En hvernig nýtur hinn venjulegi
Kuwait-búi góðs af? Eg heimsótti
Abdul Aziz Hussein, konu hans og
tvær dætur eina helgi. Hussein er
þrítugur olíuverkfræðingur sem starf-
ar á vegum stjórnarinnar. Laun hans
nema 3.000 dollurum á viku. Þau eru
skattfrjáls og þegar hann verður 45
ára getur hann farið á eftirlaun án
þess að missa nokkuð í launum.
Hussein á gott, loftkælt hús, með
þremur svefnherbergjum. Þau hjónin
hafa þjónustustúlku frá Sri Lanka í
fullu starfi. Hussein hefur fengið
110.000 dollara vaxtalaust lán hjá rík-
inu og af því greiðir hann 240 doll-
ara mánaðarlega. Hann á tvo bíla,
tvö litasjónvarpstæki, tvö hljóm-
flutningstæki, kæliskáp, uppþvotta-
vél og þvottavél. Símar eru um allt