Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 17
KUWAITER MÍDAS ARABARÍKJANNA
15
Kuwaits að halda aðsteðjandi ógnun-
um í skefjum og reyna að koma í veg
fyrir að þær verði til. Það er margt
sem ógnar heimshluta okkar, til
dæmis átök milli valdablokka. En
hlutverk Kuwait er einnig að stuðla að
frelsi og að viðhalda því jafnvægi milli
ríkja sem gerir okkur kleift að dafna í
friði.”
Kuwait hefur yftr að ráða varnarvopni
sem getur brugðið til beggja vona.
i Það stendur utan allra bandalaga —
en utanrlkisstefna ríkisins felur í sér
mestu fjárútlát sem þekkjast á jörð-
inni. Kuwait gefur eða lánar miklar
upphæðir, allt að 7,5 prósentum af
heildarþjóðartekjum.
Það verður einnig að hafa í huga að
Kuwait-búar hafa ekki að öllu leyti sagt
skilið við bedúínskan uppmna sinn. En
úr því að þeir hafa á annað borð komist
af I eyðimörkinni frá því tímar hófust er
alit eins líklegt að þeir geti haft styrka
stjórn á nútíma margmilljarðaolíudoll-
aramaskínunni sinni.
Kúreki nokkur kom í rjóður þar sem hann sá óðan tudda gera sig
líklegan til að ráðast á annan kúreka. Tuddinn hentist að manninum
og sýndist ætla að þjarma að honum þegar kúrekinn stakk sér ofan í
holu sem var 1 jörðinni. Boli missti marksins en þegar maðurinn
birtist aftur lagði hann til atlögu á ný.
Þegar kúrekinn hafði fylgst með þessu endurtaka sig allmörgum
sinnum hrópaði hann til mannsins: ,,Af hverju ertu ekki kyrr í
holunni?”
Hinn hrópaði um leið og hann skaust ofan í holuna á nýjan leik:
,,Ég get það ekki, það er bjarndýrí henni.”
M. E.
Aðlaðandi ung kona sat ein við barinn.
Ungur maður kom þar að og sagði: ,,Má bjóða þér drykk?”
,, Á mótel! ’ ’ hrópaði stúlkan.
,,Nei, nei. Þú misskilur. Ég spurði bara hvort ég mætti bjóða þér
drykk.”
,,Þú ert að biðja mig að koma með þér á mótel,” æpti stúlkan,
æstari en áður.
Ruglaður í ríminu færði maðurinn sig út í horn. Allir á barnum
litu á hann með vanþóknun. Skömmu slðar kom stúlkan til hans og
sagði: „Fyrirgefðu það sem skeði áðan. Ég er sálfræðinemi og er að
kanna óvænt viðbrögð fólks. ’ ’
Ungi maðurinn leit á hana og hrópaði: ,,Hvað? Hundrað
dollara?” M. D.