Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
Margir þeirra sem vel hafa fylgst
með málum álíta að á næstu árum
verði vindmylian sú lyftistöng sem
ryður brautina fyrir ,,solar”-kerfið.
Árið 1980 undirritaði vindmyllu-
framleiðandi 240 milljón dollara
samning um að sjá Hawaiian Electric
Company fyrir rafmagni með 32
vindmyllum. Hver þeirra er með
spaða sem er svipaður á lengd og 30
hæða bygging. Búist er við að árið
1984 muni þær framlciða um átta
prósent alls rafmagns fyrir eyna Oahu
og Honolulu-borg. Hawaii, sem er
vel sett 1 staðvindabeltinu, er fyrsta
ríki Bandarlkjanna sem fer ,,vind-
myllu-leiðina”. En það eru sambæri-
legir vindar víðar og ýmis opinber
þjónustufyrirtæki í Kaliforníu og
Nýja-Englandi íhuga að koma sér
upp svipuðum orku-,,býlum”.
Hvers vegna þessi skyndilegi áhugi
á vindorku? Svarið er einfalt: hags-
munamál. I fyrsta lagi var það olíu-
takmörkun araba sem kom af stað
skriðu verðhækkana á eidsneyti.
Síðan voru opinberar stofnanir og
fyrirtæki skylduð, fyrir tilstilli um-
hverfisverndarsamtaka, til þess að
verja hundruðum milljóna dollara í
mengunarvarmr og öryggisútbúnað á
kjarnorkuver. Loks er að geta þess að
um leið og rafmagn, framleitt með
venjulegum hætti, rauk upp úr öllu
valdi í verði sýndu rannsóknir, sem í
raun voru afkvæmi orkukreppunnar,
að vindorkan var sú ódýrasta, miðað
við hvert kílóvatt. Niðurstaðan er sú
að línurnar fóm að verða samsíða á
kostnaðarkvarða rafmagnsorkunnar
— rísandi bogalínur táknuðu
framleiðslu með venjulegum hætti en
þær fallandi táknuðu vindorkuna.
Tökum dæmi af tilraunavindmyllu
sem sett var í gagnið haustið 1980
fyrir Bonneville-orkustofnunina í
Oregon. Þessi vindmylla, sem kostuð
var af fylkisstjórninni en smíðuð hjá
Boeing-verksmiðjunum, er með 90
metra langan spaða (hún er sú stærsta
sem vitað er um) og rafal sem fram-
leiðir 2,5 milljón vött. Sú orka nægir
stórri skrifstofubyggingu og fæst
þegar vindhraði er um 27 kílómetrar
á klukkustund.
Vindmyllan veldur ekki áhyggjum
vegna hækkandi orkuverðs. Vindur-
inn er ókeypis og byggingarkostnað-
urinn mun snarlækka þar sem
Boeing-verksmiðjurnar ætla að hefja
fjöldaframleiðslu á vindmyllum.
Getur vindorkan komið í staðinn
fyrir venjulega orku, og þá hve
mikla? Raunsæ áætlun er að hún geti
sparað 15 ,,quads”. En þetta gerist
auðvitað ekki á einni nóttu.
„Súper"-rafhlöður
Þegar fjögurra þuml
unga breiðu kísilauga
í sólarrafhlöðum er
beint 1 sólina örvast
rafeindirnar á yfír
borði kísilsins og
mynda um það bil
eitt vatt rafmagns við tengingarnar.
Kaupa má slíkar rafhlöður í dag í
verslunum sem selja rafeindabúnað.