Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 39
FRELSISSTYTTAN OG HÖFUNDUR HENNAR
37
stjórnkerfi, sem byggist á vilja al-
mennings,” sagði Cleveland forseti 28.
október 1886, daginn sem styttan var
afhjúpuð.
Hvergi var hægt að koma auga á
Bartholdi. Hann var í höfði stytt-
ar sem enn var umvafið feiknastóru
frönsku flaggi. Þegar fagnaðarópin
brutust fram fyrir neðan hann og
gáfu til kynna að ræðuhöldunum
væri iokið kippti listamaðurinn í
snúruna og fáninn blakti frjáls og um
leið blasti við mönnum tignarlegt
andlit Frelsisstyttunnar.
Frédéric-Auguste Bartholdi, heið-
ursborgari New York og heiðursfylk-
ingarmaður, lést í París 5. október
1904 og hafði þá unnið sér ómælda
frægð með þessu verki. Það var
sprottið af frelsishugsjóninni sem
hann hafði svo lengi aiið í brjósti.
Þetta var 17. júní. Frændi minn afgreiddi í tjaldi þar sem blöðrur,
uppblásnar með gasi, voru seldar. Rétt upp úr kaffinu bar þar að
unga konu með tvo drengi. Auðséð var á svip hennar að þolinmæðin
var á þrotum. ,,Viljið þið fá blöðru eða ekki?” spurði hún þá. Eftir
að hafa horft um stund á blöðrurnar sagði annar drengjanna: ,,Ég vil
fá þessa.” Um leið benti hann á blöðru sem var svo þanin að hún var
alveg að springa.
,,Þú skalt ekki taka hana,” sagði frændi minn. ,,Hún er svo upp-
blásin að þú svífur upp í loftið með henni og hverfur út I buskann. ’ ’
Áður en drengurinn gat svarað nokkru sagði móðirin: ,,Láttu hann
hafa hana!
-H.S.
Fréttamaður á dagblaði í Wales skaut keppinautum sínum ref fyrir
rass með því að vera einn um góða frétt. Ritstjórinn kallaði hann á
fund sinn og hrósaði honum fyrir vel unnið starf. ,,Þetta var vel af sér
vikið, Hugh,” sagði hann. ,,Hvað færðu annars í kaup?”
Þetta var augnablik sem ungi fréttamaðurinn hafði beðið eftir.
,,Þrjátíu shillinga á viku,” svaraði hann.
Ritstjórinn brosti ánægður. ,,Mikið er ég ánægður. Alveg stór-
ánægður.”
Viktor Borge ætlaði að fljúga ásamt konu sinni frá New York til Kaup-
mannahafnar. Þegar þau komu á flugstöðina sagði hann: „Skrattinn
sjálfur að ég skyldi ekki taka flygilinn með.
,,Hvað í ósköpunum ættirðu að gera við hann?”
,,Ég stakk farseðlunum ofan í hann.