Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 45
HUNGURSPÁR
43
núna er biðstöð hraðferðarinnar til
Delhí. Nokkrir þorpsbúar eiga einka-
bifreiðir. Jafnvel þeir fátækustu eiga
hjólhesta. Rykinu, sem áður grúfði
yfir eins og eilíf þoka, er aflétt fyrir
lífstíð. Með því sviptist burt sú alda-
gamla sannfæring að framtíðin væri
einber endurtekning á fortíðinni.
BREYTINGIN á Ghungrali hefur
verið byltingarkennd. Síðustu 15 árin
hefur búfræðin og vísindaleg jarð-
yrkja leitt af sér samsvarandi framfarir
í lífsháttum margra af þeim tveim
milljörðum (eða þar um bil), sem í
þorpum búa í þriðja heiminum.
Afríka ein verður að skoðast utan
þessa samhengis. Þar hefur meðalárs-
aukning landbúnaðarframleiðslunnar
minnkað úr 2,8 prósentum á sjöunda
áratugnum í 1,4 prósent í dag, tutt-
ugu árum síðar. Ein skýring þess
liggur að hluta til í því, þótt veiði-
stríðsmaðurinn sé horflnn af mörk-
inni, að stórt hlutfall afrískra
karla hefur ekki enn samið sig að
háttum þeirra sem hafa fast aðsetur.
— Tiltekið dæmi: Menn af kynkvísl
Kenýa, fæddir á bilinu 1900 til 1920,
hrærast í huga sínum enn í hjarð-
mannaltfi þeirra daga þegar ein fjöl-
skylda átti kannski 1000 nautgripi og
í veiðimannatímanum þegar fílar og
önnur dýr voru veidd 1 gildrur eða
drepin með spjótum og eiturörvum.
En Afríkubúum heldur áfram að
fjölga. Hjarðlíf, veiðiskapur eða
skógruðnings- og gresjubrunajarð-
yrkja framfleyta naumast fleiri en 40
til 60 sálum á hvern ferkílómetra.
Framleiðni landbúnaðarins er orðinn
lykillinn að allri þróun svörtu álfunn-
ar Þótt korn sé orðið aðalframleiðslu-
vara um 40 prósent Afríkubúa
ríghalda of margir karlmenn Afríku í
þá firru, sem rætur á t hinu forna
hjarð- og veiðimannalífi, að það sé
hlutverk konunnar að yrkja jörðina
meðan karlarnir afli gjaldgengra
tekna. Bæir og borgir í Afríku eru
yfirfull af iðjuleysingjum, atvinnu-
leysingjum og frávilltum mönnum
sem ekki hafa borið sig eftir björg-
inni.
Hvað sem því líður hefur breyt-
ingin annars staðar í þriðja heiminum
verið svo ör að allt getur skeð sem
torveldar allar spár fram í tímann.
Thomas Malthus, enski hag-
fræðingurinn, fór villur vegar 1798
þegar hann lagði 18. aldar tækni til
grundvallar þeirri kenningu sinni að
fólksfjölgunin mundi fara fram úr
matvælaöfluninni. Malthusar
núttmans hlupu á sig undir lok
sjöunda áratugarins þegar þeir spáðu
alheimshungursneyð og byggðu það
á tækni fyrri hluta sjöunda áratugar-
ins.
Árið 1982 er runnið upp. Að
undanskildum fádæmum eins og
hungursneyðinni vegna þurrkanna í
Norður-Afríku hefur matvælaöflunin
haft við fólksfjölguninni. Samkvæmt
skýrslum landbúnaðarráðuneytis
Bandaríkjanna hefur þjóðarfram-
leiðsla margra landa í þriðja heimin-
um meira en tvöfaldast á tímabilinu