Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 47
HUNGURSPÁR
45
Unnt væri að veita vatni á 270 milljón
ekrur.
Það sem torveldar framfarir í
sumum löndum er ekki að tæknin sé
þeim ekki tiltæk, miklu fremur aftur-
hald þjóðmenningarinnar sem mest
er áberandi í Afríku. Jafnvel það
kann að breytast.
Árum saman hafði Husen, fyrrum
leigukerrukarl í Jakarta, sem ég hef
þekkt frá því 1967, reynt að telja
föður sinn á að sá afurðagjöfulum
hrísgrjónaplöntum og fjárfesta í
áburði og skordýraeitri. Faðirinn, eins
og allir nábýlismenn hans, stóð hat-
rammur gegn nýrri tækni.
Það kom því ánægjulega á óvart,
þegar ég sneri aftur til Indónesíu í
ágúst 1978, að sjá alla í heimaþorpi
Husens nota nýju hrísgrjónatæknina.
Enginn, þar með talinn faðir Husens,
vildi viðurkenna að hann hefði verið
því nokkurn tíma andsnúinn.
Orðsending til karlmanna í giftingarhugleiðingum: Veljið ykkur
konu sem á eldri bróður eða bræður. Hún veit frekar á hverju hún á
von og verður því síður fyrir vonbrigðum. Þess vegna eru meiri líkur
til að hún verði ánægð með eiginmanninn.
Úr All About Men
„Ungar konur halda enn þann dag í dag að þegar þær hafa náð í
eiginmann geti þær hætt að vinna úti. En meirihluti kvenná sem
vinnur úti gerir það til að framfleyta sér og sínum. Við verðum að
losa okkur við Öskubuskudrauminn. Ég er vön að segja ungum stúlk-
um að draumaprinsinn komi ekki lengur á hvítum hesti. Hann
kemur á japönskum bíl og þarfnast hjálpar til að standa í skilum með
afborganirnar.
Mary Ann Wolfe
Vinkona mín sem hafði gert mér margan grikkinn átti afmæli.
Til að launa henni lambið gráa keypti ég pínulitlar sætar nærbux-
ur og lagði þær ofan í konfektkassa. Síðan pakkaði ég öliu inn í
sellófanpappír.
Afmælisbarnið tók við gjöfinni og þakkaði fyrir konfektið. Þrjár
vikur liðu. Að lokum gat ég ekki stillt mig um að hringja til hennar
og spurði: „Hvernig líkaði þér konfektið?”
„Veistu nokkuð,” sagði hún. „Forstjórinn varð fimmtugur dag-
inn eftir. Ég mundi ekki eftir afmælinu en var svo heppin að vera
ekki búin að opna kassann frá þér. Þess vegna greip ég til þess ráðs að
gefahonum hann.” -F.C.