Úrval - 01.08.1982, Síða 50
48
ÚRVAL
einum stað var nokkurs konar stökk-
pallur. Ekið var upp bratta brekku,
upp á brún, en snarbratt var niður
hana hinum megin. Bílarnir gátu
flogið fram af brúninni, eins og
skíðastökkvarar, væri ekki gætt ýtr-
ustu varkárni. Ef bíll tækist á loft var
einnig spurning hvernig hann myndi
lenda.
Það var hart barist um efstu sætin
strax í undanúrslitunum. I þéttum
forystuhópunum nerust Buggy-
bílarnir saman. Þeir misstu ekkert
smáræði af málmi á þeim 19 hringj-
um sem eknir voru. Erfítt var að ná
forystunni. Aðalatriðið virtist vera að
halda jöfnum hraða, taka beygjurnar
án þess að hægja verulega á sér og
skjótast síðan á miklum hraða upp
brekkurnar.
Hversu hratt sem kappaksturs-
mennirnir óku sýndu þeir
stökkpallinum fyllstu virðingu. Þegar
þeir óku upp brekkuna heyrði maður
hvernig ærandi öskrið í vélunum
breyttist í hóflegan gný og bremsu-
ljósin blikuðu. Hægi maður ekki á
bílnum verkar brúnin eins og
stökkpallur — bíllinn hendist yfír
brekkubrúnina og aðeins er hægt að
vona að hann lendi á hjólunum, en
ekki með framendann niður.
Stökkpallurinn varð til þess að
skera úr um hverjir væru sterkustu
kappakstursmenn landsins. Keppnin
var háð með eftirfarandi hætti: Tíu
bílar kepptu innbyrðis í riðli t undan-
úrslitum. Aðeins tveir úr hverjum
riðli höfðu rétt til að keppa í úrslitun-
um. Ef keppandi sleppti tveimur
fram úr sér var allt unnið fyrir gýg,
öllu tapað. Þess vegna kepptust allir
við að verða ekki í þriðja sæti.
Strax í undanúrslitunum sýndi
stökkpallurinn eðli sitt. Hinir þrír
fyrstu óku hratt og þétt saman.
Fremstur var bíll nr. 42 frá Toljattí
(borg í Povolsje). Á hæla hans kom
nr. 77, ígor Krotov, frá öðru liði 1
Toljattí. Þegar Krotov reyndi framúr-
akstur rétt áður en kom að stökkpall-
inum varð bílstjórinn á nr. 42 óróleg-
ur og gleymdi hættunni. Hann þaut
fram af brúninni og flaug í nokkur
löng og spennandi augnablik. Síðan
skall hann á jörðina og valt niður
hæðina.
Tuttugu bílar tóku þátt í úrslitum
og var keppt í 20 km langri braut.
Bíll nr. 57, fallegur Buggy í eigu
eistneska kappakstursmannsins Jak
Sala, náði strax forystunni. Bílarnir
óku hvern hringinn á fætur öðrum,
en jafnvel reyndustu keppendunum
tókst ekki að minnka bilið. Sala ók
með jöfnum hraða, enginn var í vegi
fyrir honum. Örfáir kílómetrar voru
eftir í mark þegar Jak Sala þeyttist
fram af stökkpallinum. Áhorf-
endurnir, sem voru mörg þúsund,
héldu niðri í sér andanum. Neðst í
brekkunni brotlenti bíllinn. Hann
lenti með framendann niður og
stöðvaðist á þakinu. Bílstjórinn slapp
ómeiddur, bílbeltin héldu og velti-
grindurnar stóðust höggið. En hann
var úr keppni, öxullinn var brotinn.