Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 50

Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 50
48 ÚRVAL einum stað var nokkurs konar stökk- pallur. Ekið var upp bratta brekku, upp á brún, en snarbratt var niður hana hinum megin. Bílarnir gátu flogið fram af brúninni, eins og skíðastökkvarar, væri ekki gætt ýtr- ustu varkárni. Ef bíll tækist á loft var einnig spurning hvernig hann myndi lenda. Það var hart barist um efstu sætin strax í undanúrslitunum. I þéttum forystuhópunum nerust Buggy- bílarnir saman. Þeir misstu ekkert smáræði af málmi á þeim 19 hringj- um sem eknir voru. Erfítt var að ná forystunni. Aðalatriðið virtist vera að halda jöfnum hraða, taka beygjurnar án þess að hægja verulega á sér og skjótast síðan á miklum hraða upp brekkurnar. Hversu hratt sem kappaksturs- mennirnir óku sýndu þeir stökkpallinum fyllstu virðingu. Þegar þeir óku upp brekkuna heyrði maður hvernig ærandi öskrið í vélunum breyttist í hóflegan gný og bremsu- ljósin blikuðu. Hægi maður ekki á bílnum verkar brúnin eins og stökkpallur — bíllinn hendist yfír brekkubrúnina og aðeins er hægt að vona að hann lendi á hjólunum, en ekki með framendann niður. Stökkpallurinn varð til þess að skera úr um hverjir væru sterkustu kappakstursmenn landsins. Keppnin var háð með eftirfarandi hætti: Tíu bílar kepptu innbyrðis í riðli t undan- úrslitum. Aðeins tveir úr hverjum riðli höfðu rétt til að keppa í úrslitun- um. Ef keppandi sleppti tveimur fram úr sér var allt unnið fyrir gýg, öllu tapað. Þess vegna kepptust allir við að verða ekki í þriðja sæti. Strax í undanúrslitunum sýndi stökkpallurinn eðli sitt. Hinir þrír fyrstu óku hratt og þétt saman. Fremstur var bíll nr. 42 frá Toljattí (borg í Povolsje). Á hæla hans kom nr. 77, ígor Krotov, frá öðru liði 1 Toljattí. Þegar Krotov reyndi framúr- akstur rétt áður en kom að stökkpall- inum varð bílstjórinn á nr. 42 óróleg- ur og gleymdi hættunni. Hann þaut fram af brúninni og flaug í nokkur löng og spennandi augnablik. Síðan skall hann á jörðina og valt niður hæðina. Tuttugu bílar tóku þátt í úrslitum og var keppt í 20 km langri braut. Bíll nr. 57, fallegur Buggy í eigu eistneska kappakstursmannsins Jak Sala, náði strax forystunni. Bílarnir óku hvern hringinn á fætur öðrum, en jafnvel reyndustu keppendunum tókst ekki að minnka bilið. Sala ók með jöfnum hraða, enginn var í vegi fyrir honum. Örfáir kílómetrar voru eftir í mark þegar Jak Sala þeyttist fram af stökkpallinum. Áhorf- endurnir, sem voru mörg þúsund, héldu niðri í sér andanum. Neðst í brekkunni brotlenti bíllinn. Hann lenti með framendann niður og stöðvaðist á þakinu. Bílstjórinn slapp ómeiddur, bílbeltin héldu og velti- grindurnar stóðust höggið. En hann var úr keppni, öxullinn var brotinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.