Úrval - 01.08.1982, Page 51
BUGGYKOMINN TIL SOVÉl
49
Þrír bílstjórar frá Toljattí fengu
gull-, silfur- og bronsverðlaunin, —
þeir ígor Sladkov, Nikolai Okati og
Dimitrí Korolev.
Við systkinin vorum vön að fá pabba til að gefa okkur Is og gos þegar
við vorum búin að vera T kirkju. En einn sunnudaginn brást hann
öndverður við. ,,Hvar stendur að krakkar eigi alltaf að fá eitthvað til
að láta ofan I sig þegar þeir eru búnir að vera I kirkju?” spurði
hann.
I biblíunni,” svaraði systir mín viðstöðulaust. ,,Þar stendur:
„Blessaðir séu þeir sem hungrarog þyrstir — eftir réttlæti”.”
Bon Bonebrake
Ein af frumþörfum mannsins er að einhver undrist um hann þegar
hann kemur ekki heim á kvöldin.
— M.M.
Sem starfsmaður hamborgarastaðar varð ég eitt sinn vitni að eftirfar-
andi athugasemd dóttur við móður sína þegar þær voru á leiðinni
út:
,,Hvað eiga þeir eiginlega við með þvl að auglýsa: ,,Við gerum allt
fyrir þig?” Við urðum að standa I biðröð, bera matinn á borðið, taka
til og henda ruslinu.
Þegar ég komst á eftirlaun eftir 43 ára starf við blaðamennsku fannst
mér ég hafa nokkurn tíma fyrir sjálfan mig. Ég hringdi I yfirvöld
staðarins og gerði grein fyrir mér og reynslu minni sem fréttamaður
og ritstjóri og lét þess getið að ég vildi taka þátt I væntanlegu bók-
menntanámskeiði. Um stund var þögn á hinum enda línunnar. Að
lokum var þó spurt: ,Jæja — já, en viltu vera kennari eða
nemandi?”
—C.E.P.
Á meðan ég beið eftir að komast að afgreiðsluborði American Airlin-
es I San Francisco tók ég eftir eftirfarandi leiðbeiningum, ætluðum af-
greiðslufólkinu varðandi framkomu þess við viðskiptavini fyrirtækis-
ins: ,,1. Góðan dag/kvöld/herra Jón. 2. Ég sé að þú átt bókað far til
Chicago kiukkan tólf. 3. Hvað ertu með margar töskur? 4. Engar
áhyggjur, farangurinn verður á staðnum þegar þú kemur þangað.
Um það bil sem ég var að ljúka við að lesa leiðbeiningarnar vindur
sér að mér afgreiðslumaður og spyr: ,,Hvert ætlar þú?”
—T.M.