Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 59
UNDRAHUNDARNIR FRÁ BORDER—HÆÐUM
57
góður collie-hundur veit reyndar allt-
af. Það liggur við að collie-hundar
geti dáleitt kindurnar með augunum.
Þeir ná með augnaráðinu ótrúlegu
valdi á fjárhópnum. Jen bjó sig undir
að stökkva, en hafði ekki augun af for-
ystusauðunum í báðum hópunum.
Þeir vissu fullvel hvert þeim var ætlað
að fara. Jen lét engan bilbug á sér
finna og rak kindurnar áfram og
vann til verðlaunanna.
Fáeinir útvaldir
I sérhverju collie-goti má reikna
með einhverjum undrahundi. Vand-
inn er aðeins sá að fjárhirðirinn þarf að
þekkja þann rétta úr hvolpahópnum,
eins og reyndar hver sá sem þarf að
velja réttan hvolp úr goti. Sumir velja
stóran hvolp í von um að hann verði
sterkur hundur; aðrir velja þann
minnsta og vona að hann bæti sér
upp smæðina með kænsku.
Jim Gilchrist, formaður Skotlands-
deildar Alþjóðlega fjárhundafélags-
ins, ráðleggur mönnum að gera
snöggan hávaða og velja svo þann
hvolpinn sem lætur sér ekki bregða.
Robert Lambie valdi hundinn sinn,
Isla, eftir eigin leiðum. Hann fór með
hvolpana úr fyrir hundabúið og lét
svo móðurina fara út að sækja þá.
„Tíkin veit hvert bamanna er best.
Hún ber fyrst inn þann sem er
bestur.”
Fjárhundaeðlið kemur fljótlega í
ljós hjá bestu hundunum. „Collie-
hundarnir drekka vinnugleðina í sig
með móðurmjólkinni,” segir Wat-
son. , ,Hún er eins og eldur innra með
þeim.” Hvolpar byrja á því að reka
saman endur og smádýr á bænum.
Þegar collie-hundur er níu mánaða,
eða þar um bil, er hann tilbúinn til
þess að hljóta alvarlega kennslu úti á
meðal fjárins. Bestur er hundurinn á
aldrinum fjögurra til átta ára, en
hættir að vinna um tíu ára aldur.
Þrátt fyrir það að frumkvæðið sé
mikil dyggð meðal þessara hundateg-
unda þá fylgja Border collie-hundar
fyrirskipunum og fara eftir merkjum
— það hefur meira að segja komið
fyrir að blindur hundur vann á
hundasýningu í Englandi. Lærdóm-
urinn hefst með leik, eigandinn fylg-
ist I byrjun með því þegar hundurinn
gerir ekki rétt og gefur merki eftir því
sem hinn ungi hundur hegðar sér.
Fjórar meginskipanir eru gefnar
með því að flauta: stopp, áfram, til
hægri eða til vinstri. Langt flaut getur
táknað stopp, tvö stutt flaut geta þýtt
til hægri. Hver einstakur smali fylgir
sínum ákveðnu reglum, og tónninn
fer eftir því hvaða hraða þarf að við-
hafa eða hversu mikilvægt verkefnið
er.
Þegar farið var að selja hunda úr
landi fylgdi því sá vandi að kenna
þurfti kaupendunum táknmálið sem
notað var. Hugvitssamur tamninga-
maður lét útsetja flaut sitt fyrir fiðlu.
og síðan var hægt að senda nóturnar
úr landi. Nú er farið að senda segul-
bandsupptökur með fyrirskipunum
með hundunum þegar þeir fara til
nýrra eigenda.