Úrval - 01.08.1982, Side 69
NÝTTFLÓÐ?
67
hringrás andrúmsloftsins I tengslum
við hana, orku vinds og hafalda, sjáv-
arfalla, sem eiga rætur að rekja til að-
dráttarafls tunglsins, hitans í iðrum
jarðar og vatns. Spá mín byggist ekki
á neinum draumórum heldur á
tæknilegum möguleikum nútímans
sem hagfræðingar geta reiknað út og
verkfræðingar ættu að hrinda í fram-
kvæmd eftir því sem nauðsyn krefur.
Þegar ég ritaði um þetta á sínum
tíma efuðust sumir lesendur og
spurðu hvort þetta borgaði sig. Þeir
sögðu að jarðfræðingar væru að upp-
götva sífellt nýjar birgðir af úraníum,
kolum, olíu, gasi og svo framvegis.
Það væri auðvelt að kollvarpa and-
mælum þeirra. Það væri hagkvæmara
að nota gas, olíu og kol sem hráefni í
efnavörur. Brennsla þeirra mengar
líffjeiminn og gerir nauðsynlegt að
verja miklum fjármunum í hreinsi-
tæki. Auk þess gefa þau frá sér hita-
úrgang. Það er af þessum sökum sem
æskilegt er að byggja upp orkuiðnað
sem ekki brennir eldsneyti. Eg veit að
þetta er verkefni framtíðarinnar.
Samt er hægt að gera mikið nú I dag.
Að sjálfsögðu mun brennsla á
margs konar eldsneyti verða nauðsyn-
leg enn um langan tíma og fara vax-
andi. Samt sem áður er unnt og
nauðsynlegt að hugsa fyrir sem mest-
um hugsanlegum samdrætti elds-
neytisbrennslu án þess að þjóðfélagið
verði fyrir tjóni. Þannig sé ég ekki sér-
staka þörf fyrir ósamræmda bílvæð-
ingu sem hefur gengið út í greinileg-
ar öfgar í Bandaríkjunum þar sem að
meðaltali er einn bíll á hverja tvo
íbúa (einn á hverja fimm í Kanada,
Ástralíu, Bretlandi, Frakklandi, Sviss
og Svíþjóð). Almenningsvagnarnir,
sem hafa verið látnir sitja í fyrirrúmi í
Sovétríkjunum, eru í mörgu tilliti
virkari heldur en einkabíllinn sem
oft á tíðum fer hægar í umferðinni en
hjólreiðamaður eða jafnvel gangandi
maður kemst, þótt hann sé búinn afl-
mikilli vél og eyði miklu af bensíni.
Ég hef ekki handbærar neinar
formúlur til lausnar öllum vandamál-
um. Mörg vandamál eru flókin og
einkennandi fyrir eitt eða flciri lönd.
En vegna þess að þau hafa breiðst út
fyrir landamæri einstakra ríkja og orð-
ið alheimsvandamál er nauðsynlegt
að ræða þau sameiginlega á eins
víðtækum alþjóðlegum grundvelli og
unnt er og finna á þeim aðgengilega
lausn. Að öðrum kosti verður flóð
eða annar vistfræðilegur harmleikur
að raunveruleika.
Nokkrir drengir voru að ærslast í indíánaleik þegar stór hundur
stekkur inn í hópinn og fellir einn þeirra um koll. „Beit hann þig?”
kallaði móðir drengsins áhyggjufull.
,,Nei,” snökti drengurinn, ,,en hann smakkaði á mér.”