Úrval - 01.08.1982, Side 78
76
reyna aftur. Hann vissi að einn óvin-
ur malbiksins er sólargeislinn sem
rænir yfirborðið sveigjanleikanum. í
næstu tilraun blandaði hann malbik-
ið mýkjandi efni sem þekkt er meðal
verkfræðinga sem „rejuvenator”
(yngingarefni). Þetta endurnýjaða
malbik var lagt yfir götuna. Þegar það
var storknað streymdi umferðin yfir.
Aðþessu sinni sþrakk malbikið ekki.
Á innanfylkisvegi 10 1 Arizona var
ég sjónarvottur að því þegar upp-
götvun Mendenhalls gekk undir
þungt próf. 35 km langur malbiks-
kafli á 1—10 hafði molnað til beggja
handa. Endurmalbikun mundi kosta
í vinnu og nýju hráefni milljónir doll-
ara samkvæmt hefðbundnum aðferð-
um. En ég sá 5 km kafla endurfæðast
á einu síðdegi. Á móti okkur kom
skröltandi tröllsleg vegætuvél sem
líktist helst mekanískri risaeðlu forn-
aldar. Á undan henni gekk veifuberi,
en vélin færðist á hrikalegum skrið-
beltum. Aldrei hikaði hún eitt andar-
tak þar sem hún slafraði í sig gamla
veginn. „Hákarlstennur” bruddu
slitlagið í bita á stærð við baunir. Á
stöðugu skriði sínu þeytti vélin þessu
upp í vörubíla sem óku jafnhliða
henni.
Endalaus röð vörubíla flutti hlass á
hlass ofan af því sem eitt sinn hafði
verið 1—10 til nærliggjandi hring-
rásar-stöðvar þar sem tæknimenn úð-
uðu yfir það mýkingarefni. Fljótiega
tók I—10 aftur að streyma á vörubíl-
ana. Kílómetra eftir kílómetra var
þetta umbreytta malbik losað fyrir
ÚRVAL
aftan vegætuna og flatt út af valtara á
nokkrum mínútum.
Þegar klukkan var orðin fimm
streymdu fólksbílar og vörubílar eftir
þessari fallegu endurnýjuðu akrein.
Þrem mánuðum síðar var búið að
endurleggja allan veginn, 70 kíló-
metra. Það hafði naumast króna farið
í nýtt malbik.
Þetta sem Mendenhall hratt af stað
kom öðrum til. Wisconsin-ríki, sem
hefur haft forystu á þessu sviði, hefur
sparað sér 10 milljónir dala á síðustu
tveim reikningsárum. Önnur ríki eru
einnig farin að reyna nýju umbreyt-
ingartæknina. Sparnaðurinn hleypur
á tugum milljóna dollara. ,,Og
vegirnir, sem þeir fá, eru yfirmáta
góðir,” segir Paul E. Cunningham,
yfirverkfræðingur Vegamálastofnun-
arinnar (FHWA). Reyndar! Það er
eitthvað sem gerist við ynginguna.
Einhver breyting, sem virðist geta
gert nýju vegina jafnvel betri en þeir
upprunalega voru. Sumir verkfræð-
ingar segja að þeir muni endast
nokkrum árum lengur en vegir sem
haldið er við með hefðbundnum
aðferðum.
Þessa endurbót Mendenhalls —
ásamt eftirtektarverðri nýrri vega-
gerðartækni sem aðrir hafa þróað —
bar að er milljarða dollara vegakerfi
hafði sára þörf fyrir viðgerðir. Sam-
göngumálaráðuneyti Bandaríkjanna
upplýsir að minnst helmingurinn af
6,3 milljón kílómetra löngum mal-
bikuðum vegum sé í niðurníðslu.
Tjónið í meiðslum, mannslífum og