Úrval - 01.08.1982, Page 81
LÆKNING FYRIR DEYJANDI ÞJÓÐVEGl
79
mikla stálhvofta sem möluðu þau
mélinu smærra. Verkfræðingar köll-
uðu afraksturinn „steypu-stein”.
Enn eitt endingargott ódýrt vega-
gerðarefni hafði verið uppgötvað.
Vinnuvélar dýpkuðu vegarstæðið,
en hver vélin af annarri fór í kjölfarið
til þess að jafna úr malaðri steinsteyp-
unni, umbreyttu malbiki og nýrri
steinsteypu eins og með þurfti.
Oll endurlagning Edens-hrað-
brautarinnar tók tvö ár — helming
venjulegs framkvæmdatíma. Og hún
sparaði 22 milljónir dala! Verkfræð-
ingar höfðu sýnt fram á að þeir gátu
með sanni umbreytt steinsteypu.
Brautin hefur verið rudd til algerr-
ar byltingar í viðhaldstækni vega-
gerðar. Sérfræðingar kunna að segja
að hart leiknir þjóðvegir lumi á nægu
umbreytanlegu efni til að duga næstu
40 árin. Um það segir Douglas Bern-
ard hjá vegamálastofnuninni: ,,Það
er mögulegt að lífga við allt vegakerf-
ið og spara milljónir dollara á ári.
Komum okkur að því.
Eftir langt tímabil þurrka og hita sagði gamall amerískur bóndi: ,,Ég
held að við fáum aldrei framar almennilegt þrumuveður. Guð hefur
ekki efni á að fara þannig með rafmagnið.
Önnum kafin húsmóðir við eiginmanninn í hægindastólnum: ,,Ég
á ekkert erfitt með að líta á heimilisstörfin sem sport, en skemmti-
legra væri nú samt að hafa einhvern félaga með sér.
Forstjórinn við undirmanninn: ,,Mundu það, Pétur, að þegar þú ert
að tala um stærri bita af kökunni ertu að tala um mína köku! ’ ’
Morgun einn var konan mín venju fremur svartsýn en þegar ég kom
heim úr vinnunni ljómaði hún af ánægju.
,, Hvað gerðist ? ’ ’ spurði ég.
Hún benti á bréf. Það var frá gamalli vinkonu hennar og endaði
þannig:
,,Ekki svara þessu bréfl en ímyndaðu þér að þú sért neydd til þess
og taktu frá tíma til þess. Notaðu tímann til að fara út og horfa upp í
himininn og gerðu þér grein fyrir að þú ert dálítið sérstök — bæði
fyrirmig og þig.”
Þetta var einföld setning en hún varpaði Ijóma á heilan dag.
— A.W.S.