Úrval - 01.08.1982, Page 85

Úrval - 01.08.1982, Page 85
MÁTTUR HUGARORKUNNAR 83 Fyrir rúmum þremur áratugum gafBókastöð Eimreiðarinnar út bókina Tákn og töfrar í Tíbet eftir Alexöndru David-Neel í þýðingu Sveins Sigurðssonar. Þessi bók hefur nú verið ófáanleg um langan tíma, enda með merkilegri og lcesilegn þýddum bókum sem gefnar hafa verið út á íslensku. Ekki er að efa að þessi bók hlyti góðan hljómgrunn yrði hún endurútgefin nú. Urval flytur nú valið sýnishorn úrþessari bók, ofurlítið stytt og dregið saman, og er ekki að efa að lesendum finnst það efni sem hér er um fjallað jafnforvitnilegt og þeim lesendum bókarinnar sem halda svo fast í hana að hún hefur jafnvel ekki verið fáanleg í fornbóka- verslunum um nokkurra ára skeið. því sem hann nálgaðist sást best hve hraðinn var mikill. Hvað átti ég að gera ef þetta var iung-gom-þa i raun og veru? Eg þurfti helst að fá að tala við hann, athuga hann, spyrja hann spjörunum úr og taka af honum myndir. En undir eins og ég minntist á þetta við förunauta mína sagði sá sem þekkt hafði þarna lung-gom-þa: ,,Þér megið ekki stöðva manninn eða tala við hann, göfuga frú. Það dræpi hann áreiðanlega. Það má ekki trufla hugareinbeitingu þessara lama þegar þeir ferðast svona. Guðinn, sem tekið hefur sér bólfestu í þeim, sleppur burtu ef þeir hætta að þylja töfraorðin og ef hann sleppur áður en rétti tíminn er kominn lýstur hann þá svo að þeir deyja.” Sannast að segja fannst mér þetta helber hjátrú. En þó gat ég ekki haft viðvörun förunauts míns algerlega að engu. Ég þekkti svo mikið til „tækni” þessa fyrirbrigðis að ég vissi að maðurinn var í eins konar leiðslu- ástandi. Þess vegna gat það haft skað- leg áhrif á taugakerfi hans að vekja hann snögglega þó að ég hins vegar efaðist um að það gæti valdið dauða hans. En ég vildi ekki verða völd að slysi og hafði einnig aðrar gildar ástæður til að láta ekki undan forvitni minni. Tíbetbúar höfðu viðurkennt mig kvenprest þeirra trúarbragða sem þeir játuðu og vissu að ég játaði Búddhatrú eins og þeir. Hins vegar gátu þeir ekki gert sér grein fyrir þeim mun sem var á milli míns heimspeki- lega skilnings á kenningum Búddha og skilnings þeirra á lamatrúnni. Til þess að fyrirgera ekki trausti því, virðingu og hollustu, sem ég naut hjá félögum mínum vegna lama-stöðu minnar, neyddist ég til að breyta í samræmi við tíbetskar venjur, eink- um væru þær trúarlegs eðlis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.