Úrval - 01.08.1982, Page 89

Úrval - 01.08.1982, Page 89
MÁTTUR HUGARORKUNNAR 87 djúpt niðursokkinn í hugsanir stnar að hann varð okkar ekki var t fyrstu. Við námum staðar steinhissa og þá veitti hann okkur athygli. Eftir að hafa starað í áttina til okkar stundar- korn stökk hann á fætur og þaut út t skógarþykknið, frárri á fæti en nokk- urt rádýr. Við heyrðum glamrið í hlekkjunum á skrokk hans fjarlægjast þar til allt varð hljótt aftur. ,,Þessi maður er lung-gom-pa< ” sagði einn fylgdarmanna minna. ,,Ég hef áður séð annan eins. Þeir bera hlekki til þess að þyngja sig því að með lung-gom þjálfun verða líkamir þeirra svo léttir að þeir eiga alltaf á hættu að ltða t loftinu. ’ ’ Þegar ég hitti lung-gom-pa í þriðja sinn var ég stödd í Ga sem er hluti af Kham-héraði í Austur-Tíbet. Ég var á ferð með fylgdarliði eins og oftar. Maðurinn reyndist vera venjulegur arjoþa (fátækur pílagrímur) sem bar farangur sinn á bakinu. Þessir píla- grímar skipta jafnan þúsundum á götuslóðum víðs vegar um Tíbet svo að í fyrstu veittum við manni úr slík- um flokki enga sérstaka eftirtekt. Þessir snauðu og einangruðu göngumenn hafa þann sið að slást í för með kaupmannalestum, efnuðum ferðamönnum eða öðrum sem þeir kunna að mæta — og fylgja þeim eftir. Þeir þramma þá við hlið áburðarjálkanna eða reiðmannanna og ef þeir dragast aftur úr halda þeir áfram þar til þeir ná lestinni aftur í áningarstað að kvöldi. Þetta er venju- lega auðvelt, því að á langferðum leggja Tíbetbúar venjulega upp í dögun en setjast að um eða eftir miðj- an dag til þess að hvíla burðardýrin og reiðskjótana. Oft fá pílagnmarnir líka einhvern glaðning hjá ferðafólk- inu og sæ'kiast því meðal annars eftir að slást í hóp ferðafólksins. Maðurinn sem við mættum slóst í för með okkur að gömlum sið þessara pílagríma. Hann sagðist vera frá Pabongklaustri, á leið til Tsang-hér- aðs. Þetta er löng leið og tekur fót- gangandi mann, sem biður sér bein- inga á leiðinni, þrjá til fjóra mánuði. En þúsundir ptlagríma frá Tíbet fara sltkar langferðir árlega. Þegar maður þessi hafði fylgst með okkur í nokkra daga kom fyrir smá- óhapp svo að einn daginn lögðum við ekki upp fyrr en komið var fram und- ir nón. Af því að svo áliðið var dags og hætt við að múldýrin yrðu lengi á leiðinni yfir fjallaskarð nokkurt þá reið ég ásamt fylgdarmönnum mín- um á undan tii að leita að grasflöt með uppsprettulind þar sem hentugt væri að tjalda áður en myrkrið skylli á. Þegar foringi slíkra ferða rtður á undan er venja að fylgdarmaður flytji með vistir og te svo að hann geti feng- ið hressingu meðan beðið er eftir öðr- um leiðangursmönnum með tjöld og farangur. Þjónninn minn gleymdi auðvitað ekki að fylgja þessari venju og þetta lítilfjörlega atriði varð til þess að við uppgötvuðum að píla-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.