Úrval - 01.08.1982, Page 92

Úrval - 01.08.1982, Page 92
90 ÚRVAL nema þessa list. Þeir verða áður að hafa iðkað ýmsar æfingar í sambandi við inn- og útöndun. Þeir verða að vera þaulæfðir í hugareinbeitingu svo að þeir geti komist í leiðsluástand þar sem hugsanir verða að veruleika eins og þær væru efniskenndar. Loks verð- ur þar til hæfur lama að hafa veitt þeim hina réttu vígslu. Ég fór þess á leit við virðulegan lama nokkurn að hann kenndi mér aðferðina og bað um „orkuhleðslu” til þess að stytta reynslutrma minn. Ég veit ekki hvort hann veitti mér úr- lausn aðeins til þess að losna við mig og þrábeiðni mína. Hann ráðlagði mér blátt áfram að fara á einhvern af- vikinn stað uppi á öræfum, taka mér þar bað í ísköldu jökulvatni og hvorki þurrka á mér skrokkinn eftir baðið né fara í fötin aftur heldur sitja heila nótt, blaut og nakin eftir baðið, hreyfingarlaus í hugleiðslu. Vetur var að vísu ekki skollinn á þegar ég gerði alvöru úr að fara eftir þessari ráðlegg- ingu. En þetta var í 10 þúsund feta hæð og kalt um nóttina svo að ég var mjög hreykin af að ég skyldi ekki kvefast eftir þetta tiltæki. Eðlilegt er, 1 því kalda loftslagi sem er í Tíbet og oft veldur slysum, að íbúarnir séu hrifnir af að vita um aðferð til að verjast frosti og kulda. Eftir að nemandinn hefur æft sig um skeið undir handleiðslu meistara síns dregur hann sig í hlé til afskekkts staðar hátt í fjöllum uppi. En í Tíbet er , ,hátt í fjöllum uppi’ ’ aldrei minna en í 10 þúsund feta hæð. Bannað er að iðka tumo inni í húsum eða í byggð. Kennararnir telja að reykur og annar ódaunn spilli loftinu þar og geti, ásamt ýmsum dulrænum orsök- um, tafið fyrir árangri og jafnvel skaðað nemandann. Þegar svo nemandinn hefur komið sér fyrir á hæfum stað má hann engan mann hitta nema lama sinn sem getur heimsótt hann stöku sinnum. Nemandinn má cinnig fara og hitta lama sinn í einsetumannsbústað hans en langur tími verður þó að líða milli slíkra heimsókna. Nemandinn byrjar daglegar æfing- ar sínar fyrir dögun og verður að hafa lokið sérstökum /aí%o-undirbúningi fyrir sólarupprás en sá undirbúningur er aðallega fólginn í hugareinbeit- ingu. Æfingarnar gerir hann úti á víðavangi og er annaðhvort nakinn eða klæddur einföldum bómullarbol. Byrjendur mega sitja á strámottu, strigapoka eða tréstóli. Lengra komn- ir lærisveinar sitja á berri jörðinni og þeir sem eru enn lengra komnir sitja á snjó eða ísi á tjörnum eða lækjum. Aður en þeir hefja æfingar mega þeir hvorki neyta morgunverðar né drekka, síst heita drykki. Tvær stellingar koma til greina. Onnur er venjuleg hugleiðslustelling og er þá setið með krosslagða fætur. Hin er sú að sitja að hætti Vestur- landabúa, en með hendur á hnjám og þannig að teygt sé úr þumalfingri,, vísifingri og litlafingri, en langatöng og græðifingur séu beygðir inn í lóf- ann. Þá er byrjað á ýmsum öndunar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.