Úrval - 01.08.1982, Side 93
MÁTTUR HUGARORKUNNAR
91
æfingum til þess að hreinsa nefgöng-
in svo að hvergi sé stífla í þeim og
öndunin sé óhindruð.
Næsta skrefið er andleg hreinsun.
Dramb, reiði, hatur, losti, leti og
sljóleiki, allt þetta og annað illt skai
víkja með háttbundinni útöndun
nemandans. Blessun frá helgum
verum, andi Búddha, viskulindirnar
fimm, allt göfugt og háleitt í tilver-
unni, dregur nemandinn til sín og
samlagar sér með háttbundinni inn-
öndun.
Með þessari út- og innöndun
hreinsast líkami og sál og allar
áhyggjur og truflandi hugsanir
hverfa. Þegar svo fullkomin ró er
komin á hugann hugsar nemandinn
sér að gullið lótusblóm sé geymt inni í
likama hans, í hæð við naflann. I
þessu lótusblómi, sem skín eins og
sól, er letruð samstafan ram. Yfir ram
er letruð önnur samstafa, ma. Frá ma
útgengur gyðjan Dorjee Naljorma.
Þessar leyndardómsfullu samstöf-
ur, sem eru kallaðar ,,fræ”, eru meira
en tómir bókstafir eða tákn einhvers.
Þær eru lifandi verur með skapandi
orku.
Strax og búið er að hugsa sér gyðj-
una Dorjee Naljorma útgengna frá
ma verður að hugsa sér hana og sjálf-
an sig sem eina og sömu veruna.
Þegar maður ,,er orðinn” gyðjan
hugsar maður sér stafinn A í naflastað
og stafinn Ha (stafur I tíbetska staf-
rófinu) í hvirflinum.
Æfmgarnar halda áfram I tíu stig-
um án þess að nokkurt hlé sé á milli
þeirra. Hver huglæg sýn tekur óslitið
við af annarri og þær tilflnningar sem
hverri fylgja. Innöndun, stöðvun
andardráttar og útöndun halda
áfram háttbundið eftir föstum regl-
um og töfratónninn er jafnframt
sífellt endurtekinn. Hugurinn verður
að vera algerlega einangraður og
„einbeitast” að eldsýninni og þeirri
hitakennd sem af henni leiðir.
Ég hef átt heima í hellum og kof-
um hátt uppi í fjöllum og þótt mig
hafí hvorki skort vistir né eldivið
þekki ég vel það harðræði sem þessu
lífí fylgir. En ég þekki einnig þá
dásamlegu þögn, þá unaðslegu til-
finningu að vera haflnn yfir allt og
alla í þeirri djúpu kyrrð sem þarna
ríkir og ég held að við þurfum ekki að
aumka þá sem eyða ævinni við þær
kringumstæður. Ég mundi öllu held-
ur telja að þeir væru öfundsverðir.
Þær æfingar sem miða að tumo-
þjálfun eru í raun og veru hver ann-
arri líkar. Þær eru allar fólgnar I því
að sameina djúpa öndun eldsýnum
og hér er í raun og veru mestmegnis
um sjálfsefjun að ræða.
Narópa, Brahmíni frá Kashmír,
sem uppi var á 10. öld e.Kr., lýsir
aðferð sinni á eftirfarandi hátt, en
hafa verður í huga að aðferðin er ætl-
uð lærisveinum sem hafa þjálfað sig
árum saman i andardráttaræfingum
og öðrum íþróttum.
Maður situr með krosslagða fætur,
hendur undir lærum og spennir þar
greipar. í þessum stellingum eru
gerðar eftirtaldar hreyfingar: 1)