Úrval - 01.08.1982, Page 94

Úrval - 01.08.1982, Page 94
92 ÚRVAL Svipta skai maganum frá hægri til vinstri þrisvar sinnum. 2) Skaka skal magann eins hratt og unnt er. 3) Hrista skal skrokkinn, eins og þegar hestur hristir sig, og um leið taka snöggt hopp en hafa þó áfram fæturna krosslagða sem áður. Þessar þrjár æfingar á að endurtaka þrisvar í röð og ljúka með því að hoppa í loft upp eins hátt og unnt er. Ekki er að undra þó að manni hitni við þessa þrekraun. Hún er tekin að láni úr indverskri Hatha Joga, en í Indlandi er hún ekki sett í sambandi við tumo Tíbetbúa. Þjálfunin heldur áfram með því að halda niðri í sér andanum svo djúpt og lengi að þindin verði ,,í lögun eins og pottur”. Næst er að móta í huganum mynd gyðjunnar Dorjee Naljorma eins og áður er lýst. Því næst hugsar maður sér sól í hvorri hendi, í hvorri il og neðan við naflann. Með því að núa saman sólum lófa og ilja kviknar eldur sem svo kveikir í sólinni neðan við naflann og fyllist þá allur líkaminn eldi. Með hverri útöndun er veröldin skynjuð svo sem hún væri eitt eldhaf. Æfingunni lýkur með tuttugu og einu háu stökki. Stundum lýkur tumo-\>jálfun með eins konar prófi. Þeir sem telja sig orðna nógu leikna til að taka þátt í því koma saman á fljótsbakka eða hjá stöðuvatni um frostnótt að vetri til og þegar öll vötn eru lögð. Valin er tunglskinsnótt í stormi. Slíkar nætur eru ekki sjaldgæfar í Tíbet á vetrum. Þeir sem ganga til prófsins eru látnir sitja naktir, með krosslagða fætur á freðinni jörðinni. Gat er borað í ísinn ef ísinn á vatninu er svo þykkur að þess þurfi. Abreiðum er dýft í ískalt vatnið, og mennirnir vefja sig í þær rennblautar. Þeir verða nú að þurrka ábreiðurnar á berum líkamanum. Strax og ábreiðan er þurr orðin er henni aftur dýft í vatnið, henni vafið um skrokkinn og þar á hún að þorna. Þessu heldur áfram alla nóttina og fram I dögun. Sá sem þá hefur oftast þurrkað rennblautar ábreiður á sér nöktum er efstur á prófinu og hefur sigrað í samkeppninni. Sagt er að sumum takist að þurrka allt að fjörutíu ábreiður á sér nöktum yfír nóttina. Menn gætu nú haldið að þetta væru ýkjur eða ábreiðurnar að- eins smábleðlar. En ég hef sjálf séð menn þurrka á sér á þennan hátt margar ábreiður sem voru eins og stór sjöl. Samkvæmt reglunum verða menn að þurrka á sér að minnsta kosti þrjár ábreiður á tilteknum tíma til þess að geta orðið respa og fengið leyfi til að klæðast hvíta bómullarbolnum sem er tákn um að vera orðinn fullnuma I tumo. En ég efast um að þessi regla sé stranglega haldin nú á dögum. Respa nefnist sá sem aðeins klæðist einum bol úr bómull á öllum árstíð- um og í hvaða hæð sem er yfir sjávar- máli. En til eru þeir respar I Tíbet
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.