Úrval - 01.08.1982, Page 98
96
LJRVAL
þess að geta hitað okkur te með
smjöri eins og við vorum vön. Við
vorum því bæði svöng og þyrst á
göngunni en um nónbil komum við
að lama einum sem sat við götuna á
ábreiðu sinni og var að ljúka við
miðdegisverð. Þessi maður var mjög
virðulegur útlits og með honum voru
þrír fyrirmannlegir trapar sem virtust
fremur lærisveinar lamains en venju-
legir þjónar. Fjórir tjóðraðir hestar
voru á beit skammt frá og voru að
nasia í þurr og sölnuð strá.
Ferðamennirnir höfðu haft með sér
viðarknippi til þess að geta kveikt eld
og enn sauð í tepotti á glóðinni.
Eins og vera ber um beininga-
munka hneigðum við okkur
lotningarfullir fyrir lamainum. Lík-
lega hefur hann tekið eftir því hvílík-
um löngunaraugum við renndum til
tepottsins því að hann tautaði.
,,Ningje!” (vesalingarnir). Svo bauð
hann okkur að setjast og taka fram
skálar okkar til þess að fá okkur te og
tsamþa.
Einn traþanna heliti tei I skálar
okkar og fékk okkur ásamt poka með
tsampa. Svo fór hann til félaga sinna,
sem voru að söðla hestana og búa allt
undir að halda af stað. Þá fældist einn
hestanna allt í einu og hljóp af stað.
Þetta kemur oft fyrir og einn
mannanna hljóp á eftir honum með
reipi.
Lamainn var ekki sérlega skrafhreif-
inn. Hann horfði á eftir hestinum,
sem hljóp í áttina til þorps nokkurs,
en sagði ekkert. Við héldum stein-
þegjandi áfram að borða. Ég tók eftir
tómri krukku undan mjólkurosti og
giskaði á að lamainn hefði fengið ost-
inn á bóndabæ sem ég sá álengdar.
Það er dálítið þreytandi fyrir mag-
ann að borða ekkert nema tsamþa
dag eftir dag svo að ég reyndi allt sem
ég gat að ná okkur í mjólkurmat. Ég
hvíslaði því lágt að samferðarmanni
mínum: ,,Þegar lamainn er farinn
skaltu fara þarna heim á bæinn og
biðja um dálítið af mjólkurosti. ”
Þó ég hefði hvíslað mjög lágt og
við værum auk þess nokkuð frá
lamainum, virtist hann hafa heyrt,
hvað ég sagði, þvi að hann leit rann-
sakandi á mig og sagði aftur í lágum
hljóðum: ,,Ningje!”
Svo leit hann aftur þangað sem
hesturinn var. Hann hafði ekki hlaup-
ið langt, en það var í honum gáski og
ekki svo auðvelt fyrir trapann að ná
honum. Loks heppnaðist að snara
hann með reipinu og eftir það var
hann gæfur.
Lamainn hreyfði sig ekki en starði
á manninn sem færðist nær. Allt í
einu staðnæmdist hann, leit í kring-
um sig, gekk að steini með hestinn og
batt hann þar. Svo gekk hann sömu
leið til baka út af götunni og heim að
bænum. Stundu síðar kom hann
aftur með eitthvað i hendinni. Ég sá
að það var trékrukka, full af mjólkur-
osti. Hann fékk lamainum ekki krukk-
una en hélt á henni í hendinni, leit
spyrjandi á meistara sinn eins og
hann vildi segja: ,,Var þetta það sem