Úrval - 01.08.1982, Síða 98

Úrval - 01.08.1982, Síða 98
96 LJRVAL þess að geta hitað okkur te með smjöri eins og við vorum vön. Við vorum því bæði svöng og þyrst á göngunni en um nónbil komum við að lama einum sem sat við götuna á ábreiðu sinni og var að ljúka við miðdegisverð. Þessi maður var mjög virðulegur útlits og með honum voru þrír fyrirmannlegir trapar sem virtust fremur lærisveinar lamains en venju- legir þjónar. Fjórir tjóðraðir hestar voru á beit skammt frá og voru að nasia í þurr og sölnuð strá. Ferðamennirnir höfðu haft með sér viðarknippi til þess að geta kveikt eld og enn sauð í tepotti á glóðinni. Eins og vera ber um beininga- munka hneigðum við okkur lotningarfullir fyrir lamainum. Lík- lega hefur hann tekið eftir því hvílík- um löngunaraugum við renndum til tepottsins því að hann tautaði. ,,Ningje!” (vesalingarnir). Svo bauð hann okkur að setjast og taka fram skálar okkar til þess að fá okkur te og tsamþa. Einn traþanna heliti tei I skálar okkar og fékk okkur ásamt poka með tsampa. Svo fór hann til félaga sinna, sem voru að söðla hestana og búa allt undir að halda af stað. Þá fældist einn hestanna allt í einu og hljóp af stað. Þetta kemur oft fyrir og einn mannanna hljóp á eftir honum með reipi. Lamainn var ekki sérlega skrafhreif- inn. Hann horfði á eftir hestinum, sem hljóp í áttina til þorps nokkurs, en sagði ekkert. Við héldum stein- þegjandi áfram að borða. Ég tók eftir tómri krukku undan mjólkurosti og giskaði á að lamainn hefði fengið ost- inn á bóndabæ sem ég sá álengdar. Það er dálítið þreytandi fyrir mag- ann að borða ekkert nema tsamþa dag eftir dag svo að ég reyndi allt sem ég gat að ná okkur í mjólkurmat. Ég hvíslaði því lágt að samferðarmanni mínum: ,,Þegar lamainn er farinn skaltu fara þarna heim á bæinn og biðja um dálítið af mjólkurosti. ” Þó ég hefði hvíslað mjög lágt og við værum auk þess nokkuð frá lamainum, virtist hann hafa heyrt, hvað ég sagði, þvi að hann leit rann- sakandi á mig og sagði aftur í lágum hljóðum: ,,Ningje!” Svo leit hann aftur þangað sem hesturinn var. Hann hafði ekki hlaup- ið langt, en það var í honum gáski og ekki svo auðvelt fyrir trapann að ná honum. Loks heppnaðist að snara hann með reipinu og eftir það var hann gæfur. Lamainn hreyfði sig ekki en starði á manninn sem færðist nær. Allt í einu staðnæmdist hann, leit í kring- um sig, gekk að steini með hestinn og batt hann þar. Svo gekk hann sömu leið til baka út af götunni og heim að bænum. Stundu síðar kom hann aftur með eitthvað i hendinni. Ég sá að það var trékrukka, full af mjólkur- osti. Hann fékk lamainum ekki krukk- una en hélt á henni í hendinni, leit spyrjandi á meistara sinn eins og hann vildi segja: ,,Var þetta það sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.