Úrval - 01.08.1982, Síða 102

Úrval - 01.08.1982, Síða 102
100 ÚRVAL frá náttúrunnar hendi sem sögur íara af. Dulspekikennarar fullyrða að með slíkri þjálfun hugans, skapist orku- bylgjur sem nota megi á margvíslegan hátt. Ég nota hér orðið „bylgjur” til skýringar af því að þessir dulspeking- ar eiga við einhverja „aflstrauma” eða „bylgjur” þegar þeir ræða þessi mál. Hugarorku er hægt að senda tii fjarlægra staða án nokkurra efnislegra milliliða. Þar geta þessar orkubylgjur birst á ýmsan hátt. Þær geta til dæmis orsakað sálræn fyrirbrigði. Þær geta einnig sest að í þeim hlut sem þeim er beint að og magnað hann aðsendri orku. Dulspekingar nota þessar aðferðir þegar þeir gera hina svonefndu angkur-töíra. Um þá skal ég fara fá- um orðum. Angkur-töfrar lamanna eru ekki vígsla, þó að ég hafi stundum nefnt þá því nafni. Þeir eru ekki ætlaðir til þess að opinbera hulin fræði, líkt og forngrísku launhelgarnar. En þeir eru sálræns eðlis og hugmyndin er sú að með þeim sé hægt að leiða ,,orku” frá meistara — eða frá öðru enn mátt- ugra orkuveri að baki honum — til lærisveinsins, sé hann hæfur til að veita þessari orku viðtöku. Dulfræðingar lamanna telja að með angkur-töfrum sé þessi orka leyst úr læðingi þannig að lærisveinninn geti náð henni. En það er undir hon- um sjálfum komið hve miklu hann nær og getur notað. Honum er gefið sérstakt tækifæri til að hlaða sjálfan sig þessari orku. Einnig er talið að meistararnir geti sent lærisveinum sínum úr fjarlægð þessa sömu orku þegar þeir þurfa líkamlegs og andlegs styrks við. Ekki er takmarkið með þessum orkuflutningi þó alltaf það að auðga þann sem við henni tekur heldur geta orku-öldurnar tekið með sér orku frá viðkomandi og snúið síð- an við með auknu afli í þá uppsprettu sem þær voru upphaflega komnar ira og hún innbyrt þær. Talið er að sumir töframenn öðlist margfaldan styrk og lengi líf sitt með því að innbyrða sem mest af stolinni orku annars staðar frá. Meistarar hafa það vald að geta séð sín eigin hugarfóstur sem ljóslifandi verur. Menn og guði, dýr og dauða hluti, landslag og annað sem þeir megna að skapa. Svo segir í fræðum lamannaíTíbet. Þessir svipir eru oft annað og meira en slæðingur. Þeir eru áþreifanlegir og gæddir öllum þeim einkennum og eiginleikum þeirra sem þeir líkjast. Svipur hests heyrist til dæmis bæði brokka og hneggja. Svipur riddara á hestinum getur stigið af baki, talað við menn og hagað sér á allan hátt eins og lifandi væri. Hulduhús getur hýst menn og svona mætti lengi telja. í þessu sambandi koma í hug minn tvær sögur sem eru kunnar víða í Tíbet. Það skiptir ekki máli hvort þær eru sannar eða tilbúningur. Þær eru fróðlegar vegna skýringanna á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.