Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
frá náttúrunnar hendi sem sögur íara
af.
Dulspekikennarar fullyrða að með
slíkri þjálfun hugans, skapist orku-
bylgjur sem nota megi á margvíslegan
hátt. Ég nota hér orðið „bylgjur” til
skýringar af því að þessir dulspeking-
ar eiga við einhverja „aflstrauma”
eða „bylgjur” þegar þeir ræða þessi
mál.
Hugarorku er hægt að senda tii
fjarlægra staða án nokkurra efnislegra
milliliða. Þar geta þessar orkubylgjur
birst á ýmsan hátt. Þær geta til dæmis
orsakað sálræn fyrirbrigði. Þær geta
einnig sest að í þeim hlut sem þeim er
beint að og magnað hann aðsendri
orku.
Dulspekingar nota þessar aðferðir
þegar þeir gera hina svonefndu
angkur-töíra. Um þá skal ég fara fá-
um orðum.
Angkur-töfrar lamanna eru ekki
vígsla, þó að ég hafi stundum nefnt
þá því nafni. Þeir eru ekki ætlaðir til
þess að opinbera hulin fræði, líkt og
forngrísku launhelgarnar. En þeir eru
sálræns eðlis og hugmyndin er sú að
með þeim sé hægt að leiða ,,orku”
frá meistara — eða frá öðru enn mátt-
ugra orkuveri að baki honum — til
lærisveinsins, sé hann hæfur til að
veita þessari orku viðtöku.
Dulfræðingar lamanna telja að
með angkur-töfrum sé þessi orka leyst
úr læðingi þannig að lærisveinninn
geti náð henni. En það er undir hon-
um sjálfum komið hve miklu hann
nær og getur notað. Honum er gefið
sérstakt tækifæri til að hlaða sjálfan
sig þessari orku. Einnig er talið að
meistararnir geti sent lærisveinum
sínum úr fjarlægð þessa sömu orku
þegar þeir þurfa líkamlegs og andlegs
styrks við. Ekki er takmarkið með
þessum orkuflutningi þó alltaf það að
auðga þann sem við henni tekur
heldur geta orku-öldurnar tekið með
sér orku frá viðkomandi og snúið síð-
an við með auknu afli í þá uppsprettu
sem þær voru upphaflega komnar ira
og hún innbyrt þær.
Talið er að sumir töframenn öðlist
margfaldan styrk og lengi líf sitt með
því að innbyrða sem mest af stolinni
orku annars staðar frá.
Meistarar hafa það vald að geta séð
sín eigin hugarfóstur sem ljóslifandi
verur. Menn og guði, dýr og dauða
hluti, landslag og annað sem þeir
megna að skapa. Svo segir í fræðum
lamannaíTíbet.
Þessir svipir eru oft annað og meira
en slæðingur. Þeir eru áþreifanlegir
og gæddir öllum þeim einkennum og
eiginleikum þeirra sem þeir líkjast.
Svipur hests heyrist til dæmis bæði
brokka og hneggja. Svipur riddara á
hestinum getur stigið af baki, talað
við menn og hagað sér á allan hátt
eins og lifandi væri. Hulduhús getur
hýst menn og svona mætti lengi telja.
í þessu sambandi koma í hug minn
tvær sögur sem eru kunnar víða í
Tíbet. Það skiptir ekki máli hvort þær
eru sannar eða tilbúningur. Þær eru
fróðlegar vegna skýringanna á