Úrval - 01.08.1982, Page 105
MÁ TTUR HUGA R ORKUNNA R
103
I öllum löndum eru til menn sem
trúa því að mannssálin sé andi sem
geti skilið við líkamann í svefni og
dái, reikað um í geðheimum og unn-
ið þar ýmis verk sjálfstætt og óháð
dagvitundinni. Andinn, sem þannig
er laus úr viðjum holdslíkamans um
skeið, er stundum talinn setjast að
um stundarsakir í öðrum holdslíkama
en sínum eigin.
Á Indlandi er tii fjöldi sagna um
menn, hálfguði og illa anda sem fara
í líkami dauðra, starfa í þeim um hríð
og hverfa svo aftur í sín fyrri form sem
á meðan höfðu legið meðvitundar-
laus.
Ein hin þekktasta þessara sagna er
um Vedanta-heimspekinginn víð-
fræga, Shri Sankaratsjarja.
Sagan segir að Sankaratsjarja hafi
skorað á andstæðing sinn t heimspeki
að heyja við sig kappræður. Sá hét
Mandana og var stuðningsmaður
helgisiðakerfis Karma-mimansa-rétt-
trúnaðarins. Samkvæmt honum öðlast
sá einn sáluhjálp sem færir guðunum
fórnir, tilbiður þá og trúir á sakra-
menti og aðra heigisiði. Sankara hélt
því aftur á móti fram að sáluhjálp
væri ávöxtur þekkingar. Af því leiddi
að ef rök Mandanasigruðu í kappræð-
unum yrði Sankara að hætta mein-
lætalífi sínu, afklæðast munkakuflin-
um og kvænast. Ef Mandana biði aft-
ur á móti lægri hlut yrði hann að
skilja við konu sína og heimili og taka
upp gula búninginn, tákn hinnar al-
geru sjálfsafneitunar.
Kappræðunum lauk svo að Mand-
ana beið lægri hlut. Sankra krafðist
þess þá að Mandana gerðist læri-
sveinn sinn. En þá kom kona Mand-
ana til sögunnar. Hún hét Bharatí og
var hin lærðasta kona.
Heilagar ritningar halda þvi fram að
karl og kona séu eitt, sagði Bharatí.
Þó að þú hafir sigrað eiginmann
minn er hann aðeins helmingur veru
okkar. Þess vegna verður þú að sigra
mig einnig ef viðurkenna á sigur
þinn. Annars er hann ekki nema hálf-
ur sigur.
Sankara gat engu svarað. Mótmæli
konunnar voru reist á rétttrúnaði.
Hann varð því að hefja kappræður í
heimspeki að nýju og nú var það
konan sem var andstæðingurinn.
Hún komst fljótt að raun um að
þekking hennar og rökvísi hrykkju
skammt til að sigra hinn snjalla
andstæðing, en þá bjargaði hún sér
með kænskubragði.
Heilagar ritningar Indverja skipta
rétttrúnaðinum í marga flokka. Einn
flokkurinn fjallar um listina að elska á
holdlegan hátt, ástina milli karls og
konu. Bharatí lagði nú ákveðnar
spurningar um' þetta sérstaka
viðfangsefni fyrir Sankara, en
meinlætamanninum varð orðfátt.
Þarna stóð hann í raun og veru alveg á
gati.
Hann afsakaði vanþekkingu sína
með því að öll æskuár stn hefði hann
sökkt sér niður í heimspekilegar hug-
leiðingar og þar sem hann lifði
ströngu einlífi væri kvenfólk og allt í
sambandi við það sér algerlega