Úrval - 01.08.1982, Page 110

Úrval - 01.08.1982, Page 110
108 ÚRVAL um að gerast sjálfstæð vera reynir hann að losa sig undan stjórn og valdi skapara síns. Þetta gerist svo að segja af sjálfsdáðum, að sögn Tíbetbúa, líkt og þegar barn fæðist þegar fóstrið er orðið fullþroskað og fært um að lifa eigin lífi. En stundum getur upp- vakningurinn orðið herskár og erfiður viðureignar. Öhugnanleg viðureign á sér stundum stað milli manns og vofu. Sú viðureign getur gengið svo langt að maðurinn verði undir og vofan verði hans bani. Töframenn í Tíbet hafa einnig sögur að segja um tulpa sem þeir hafa sent frá sér til að vinna ákveðin verk, en koma ekki aftur, heidur halda áfram tilveru sinni sem hættulegir og hrekkjóttir púkar. Sama getur kom- ið fyrir ef sá sem skapaði tulpa deyr án þess að hafa leyst hann upp áður. Þó hverfur svipurinn venjulega um leið og skapari hans deyr eða tærist smám saman upp eins og líkami sem ferst vegna fæðuskorts. Þó eru til tulpar sem eru fyrirfram magnaðir til þess að lifa þann sem skóp þá og sér- staklega myndaðir í þeim tilgangi. Þetta eru hinir eiginlegu tulkar en munurinn á tulpa og tulka er engan veginn skýrt markaður. Tilvera beggja byggist á svipuðum forsend- um. Eigum við að úrskurða þessa her- skáu manngervinga lifandi verur eða eigum við að vísa þeim öllum á bug sem hverri annarri hjátrú og hindur- vitnum? Ef til vill er það síðara hyggi- legast. Ég fullyrði ekkert um það. Ég skýri aðeins frá því sem mér hefur ver- ið sagt af áreiðanlegu fólki. Þetta er trúverðugt fólk en ef til vill hefur það látið blekkjast án þess að það gerði sér grein fyrir því sjálft. Samt get ég ekki neitað sannleiks- gildi þessara frásagna þrátt fyrir tals- verðar ýkjur og ímyndanir sem slæðast með. Ég hef átt þess kost að sjá slík hugsanagervi eins og hér er um að ræða. Meðfædd vantrú á þau kom mér til að fara að sannreyna sjálf hvernig á þeim stæði. Ég fór að gera tilraunir sem báru meiri árangur en ég bjóst við. Til þess að forðast öll áhrif frá kynjaverum lamanna, sem ég hafði daglega fyrir augum á mynd- um og málverkum, valdi ég mér að verkefni algengan og óbreyttan mann: stuttan og feitan munk, kátan og meinlausan í útliti. Ég byrjaði á þvl að loka mig inni í tsams og tók að iðka hinar fyrirskip- uðu hugaræfingar, ásamt þar til heyrandi helgisiðum. Eftir nokkra mánuði var munksgervingurinn full- gerður. Útlit hans varð smám saman skýrt og ljóslifandi. Hann varð eins konar gestur minn sem hafði aðsetur í húsinu. Svo rauf ég einangrun mína og innilokun, fór í ferðalag og tók með mér tjöld mín og þjónalið. Munkurinn slóst í förina. Svipur hans fylgdi mér hvert sem ég fór, hvort sem ég var á áningarstað eða á ferðum á hestbaki um fjöll og dali. Alls staðar var munkurinn með. Hann gerði meira að segja ýmislegt sem ferðamönnum er eðlilegt þó að ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.