Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 118
116
ÚRVAL
hinn 36 ára gamli Wayne Pemperton,
stýrði báti sínum inn ármynni Missis-
sippi gekk áhöfn hans, vélamaður-
inn Steve Jarvis, 21 árs, og há-
setarnir, Anthony Perret, 19 ára, og
Mary Jo Rawson, 20 ára, undir þiljur
til hvíldar. Perret fór og hallaði sér í
koju sína sem var frammi í stafni,
Jarvis steinsofnaði hins vegar í vistar-
veru sinni á neðsta þilfari.
Kl. 3:31 um nóttina fór Coastal
Transport fram hjá Venite. Stjórn-
stöðin þar ráðlagði Jeane hafnsögu-
manni á Coastal Transport að hafa
augun opin á leið niður eftir því
gríska flutningaskipið Enterprise, 500
fet (152 m) á lengd, væri á leið upp eftir
ánni austan megin, eftir djúpál sem
notaður er fyrir stærri skip. Jeane gaf
þeim er stóð við stýrið samstundis
fyrirskipun um að stýra nær vestur-
bakkanum, meðfram grynnri leið-
inni.
Nokkrum mínútum síðar sendi
Mary Jo Rawson veikt hljóðmerki:
„Sallee P. á leið upp eftir til Venice.
. . ” Enda þótt hvorki Jeane hafn-
sögumaður né stjórnstöðin í Venice
heyrðu þessa sendingu sá Jeane brátt
hvar Sallee P. kom áleiðis meðfram
vesturbakkanum.
Með skipin á móti á báða bóga —
Enterprise nálgaðist til vinstri, svæðis-
báturinn til hægri — gaf Jeane um-
svifalaust upp stefnu sína í talstöðina:
„Coastai Transport við Jump Shoals
Buóy, stefnir suður. ’ ’
Enterprise svaraði samstundis.
Hafnsögumaður þess skips, William
Clasen kafteinn, myndi gefa til kynna
með einu flauti úr eimpípunni um
leið og skipin mættust, ,,bak-í-bak”,
eins og stýrt var. En Sallee P. svaraði
ekki. —Jeane hafnsögumaður fylgd-
ist með ratsjánni í þeirri von að fá get-
ið sér til um stefnu bátsins. Hann
bjóst við að Sallee P. myndi gera við-
vart með því að flauta tvisvar í sama
mund og hann færi hjá hægra megin,
eins og vant var að minni skip gerðu á
þessum hluta Mississippi.
Á þessu stigi myndu önnur við-
brögð kalla á stefnu þvert fyrir
Coastal Transport, viðbrögð sem voru
ekki til umhugsunar á þessari mín-
útu. En til frekari áherslu flautaði
Jeane tvisvar með eimpípu Coastal
Transport. — Ekkert svar.
Jeane varð órólegri með hverri
mínútu sem leið. Hann gaf fyrirskip-
un um að stýra eilítið í bak (5 gráður
til vinstri) til þess að gefa Sallee P.
meira svigrúm til að fara fram hjá. En
á næstu mínútu horfði hann í
forundran á hvernig græna stjórn-
borðsljósið á Sallee P. hvarf. Sallee P.
beygði til hægri — þvert á stefnu
Coastal Transport.
Jeane fór í skyndi að talstöðinni og
hrópaði: „Skipstjóri, sigldu ekki
þvert fyrir mig!” En Sallee P. hélt
áfram. Jeane lét þeyta hættumerkið
— flautað. þögn í sekúndu. Það var
ennþá möguleiki fyrir Sallee P. að
fara fram hjá Costal Transport hægra
megin. En allt í einu beygði Sallee P.
enn skarpar á stjórnborða-til hægri og
stefndi þvert fyrir stefni tankskipsins.