Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 123
MARTRÖÐ UNDIR MISSISSIPPI
121
Byard hikaði hvergi. ,,Við skulum
skipta,” sagði hann. ,,Þú hefur
hjálminn minn, ég tek froskbúning-
inn.”
Það var ekki auðvelt að skipta á
búnaði við þessar aðstæður en Byard
og Bennett tókst að koma hjálminum
á Perret. Byard lagði fyrstur af stað.
Stðan vafði Bennett lofttaug sinni
utan um Perret og saman fóru þeir í
kaf og hófu undankomuna. Bennett
fann að Perret haltraði. ,,Ég missti
máttinn nærri samstundis,” sagði
Perret síðar. ,,Það varð eins og
sprenging í höfðinu á mér.
„Komdu okkur út héðan,” hróp-
aði Bennett í símann til Raigans. —
,,Þið komist upp með því að fara
rólega,” svaraði Raigan stillilega og
neitaði að auka ferðina gegnum vara-
söm göngin í flakinu af Sallee P. —
,,Bararólega,” endurtókhann.
Kl. 11:20 fyrir hádegi, sjö klukku-
stundum og þrjáttu og fjórum mínút-
um eftir að Perret lokaðist inni í
neðansjávarprísundinni, yfirgaf hann
Sallee P. ásamt Bennett og kom upp
úr óhreinu og leðjukenndu yfírborði
Mississippiárinnar. Innan flrnm mtn-
útna var hann á leið á sjúkrahús í
þyrlu strandgæslunnar. Líkamlegar
þjáningar voru afstaðnar en andleg
reynsla hans í flaki Sallee P. var
honum sem martröð mánuðum sam-
an.
Ntu dagar liðu þangað til
björgunarskip lyfti Sallee P. og lík
Steve Jarvis fannst í flakinu. Þrem
dögum fyrr, þann 30. nóvember,
Enterþrise nálgast á bakborða en
Sa/lee P. sveigir á stjórnborða þvert
fyrir stefni Coastal Transþort.
fannst lík Mary Jo Rawson á floti um
þremur kílómetrum neðar en árekst-
urinn átti sérstað. Þann 5. desember
fannst lík Pempertons skipstjóra, rek-
ið á strönd skammt frá Mexíkóflóa.
Löng og nákvæm rannsókn leiddi
nákvæmlega ekkert í ljós um orsök
hins hræðilega atburðar 24.
nóvember. Pemperton skipstjóri og
Mary Jo Rawson hlutu að hafa van-
metið það sem þau sáu á ánni þetta
kvöld og því tekið þá örlagaríku
ákvörðun að sveigja ,,hart í stjór”.
Þetta verður aldrei upplýst. Þeir sem
gætu svarað fórust.
En hvað um Anthony Perret, þann
eina sem komst af? Hann er þess full-
viss að kraftaverk eitt hafi bjargað
honum — og þrír óvenju hugdjarfir
kafarar.