Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 45

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 45
verður á. En fyrst þeir eru leiksoppar í tafli guðanna verður það vafamál hvort hægt sé að tala um þá sem hetjur eða hugleys- ingja. Það má líta á þá sem verkfæri í höndum skýsafnarans Seifs sem á stundum viröist bera hag þeirra fyrir brjósti en verður á öðrum stundum uppvís að grimmilegri kaldhæðni. í Ilíonskviðu, þegar Akkilles er að eltast við Hektor og búa sig undir að drepa hann, spyr Seifur guðina hvort þeir eigi nú að bjarga Hektori eður ei, og þegar Aþena tekur illa í það segist Seifur bara hafa verið að grínast. I upphafi tuttugasta þáttar segir hann einnig: Þú veizt, Landaskelfir, fyrirætlan þá, er mér er í huga um þá menn, vegna hverra eg hefi kallað yður saman. Mér er annt um þá, er þeir nú eru mjög svo á heljarþremi. Nú mun eg sjálfur sitja hér kyrr á hrygg Ólymps, og horfa héðan að gamni mínu; en farið þér, hinir guðirnir, þar til þér komið til Tróju- manna og Akkea, og veitið hvorumtveggjum lið, eftir því sem hverjum yðar stendur hugur til. (II.:399-400) I báðum tilvikum óttast Seifur hins vegar forlögin sem jafnvel hann hefur lítið sem ekkert vald yfir. Til að skýra þennan veruleika kviðanna betur langar mig að skipta honum gróflega í fimm svið. Á neðsta sviðinu er sú gerð persóna er Aristóteles talaði um í riti sínu Um skáldskaparlist- ina sem efnivið skopleikja, það er að segja tlminni menn." (Ari.:48) Dólon í Ilíonskviðu er dæmi um slíka nienn, en best eru þeir sýndir með Þersítesi í öðrum þætti. Seifur hefur hvorki gefið honum vit né gjörvuleika, hann talar heimskulega, án siðsemi og jafnkítir höfðingjunum. Odysseifur tugtar Þersítes til og gerir hann hlægilegan. Sjálfur er Odysseifur ásamt flestum aðalpersónum Hómers það sem Aristóteles kallar Mmeiri menn", harmleikja- persónur. Yfir þær eru guðirnir hafnir en yfir guðunum ríkir Seifur. Efst í þessum valdapýramída tróna hins vegar forlaganornirnar. Eins og hinum minni mönnum ber að heiðra höfðingjana þá ber þeim að heiðra guðina. Guðirnir verða að hlýða Seifi og Seifur forlögun- um. Hvert svið reynir þó að streytast á móti; Þersítes stendur uppí hárinu á höfðingjunum, Díómedes særir guði í orustunni, Hera og Poseidon óhlýðnast Seifi og veita Akkeum lið en Seifur 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.