Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 50

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 50
Ársrit Torfhildar persóna. ITann á sér engar hugsjónir eða pólitíska 'trú' og er frekar misheppnuð persóna í samfélagslegum skilningi, þó sálfræðingurinn sé miður sín yfir að hann hafi nú náð þetta langt! Hugmyndaheimur Andra er mótaður af bókmenntum og bíómyndum, hinni skáldlegu veröld sem óhjákvæmilega rekst á við veruleikann í íslensku sjávarplássi. Það er hinn "grjótharði veruleiki" (184) sem brýtur hann niður svo öll hans saga verður farvegur vonbrigða. Guðmundur Andri berst við að ná tangarhaldi á lífinu, finna einhverja merkingu í því. Vinna gegn þeim veruleika, því samfélagi sem Andri réði ekki við. "Ef ég er ekki stöðugt á varðbergi sitrar lífið burt" (228). Hann hafnar leið Andra að reyna að ganga í takt við samfélagið og hverfur inn í heim minninga og heimilisins. A þann hátt reynir hann að finna ævintýrið í mánudeginum en það er athyglisvert hvaða persónur það eru sem eiga einhverja möguleika á slíkri sýn: Hringur (barnið), Guðmundur Andri (minnislaus maðurinn) og Doddi í Andra-sögu (frelsaði kraftaverkamaðurinn sem fléttar körfur á Reykjalundi). Samfélagið og þessi ferska sýn fara því alls ekki saman. Guðmundur Andri gengur aftur í nýjustu bók Péturs, Hversdagshöllinni (1990), að minnsta kosti er svipur hans þar á ferð. Sagnfræðingur sem heillast öðru fremur af sagnfræði hversdagslífsins sem þrífst hvergi betur en innan fjögurra veggja heimilisins. Lífssýn Sögunnar allrar er söguefnið; veröld bamsins og skáldskapurinn (skráning fortíðarinnar). HEIMILDIR Gísli Sigurðsson, ""Ég að öllum háska hlæ" -eða hvað?" Teningur 2:38-9 1986. Pétur Gunnarsson, Sagan öll, Skáldsaga, Punktar, Reykjavík 1985. Rimmon-Kenan, Narrative Fiction: Contemporary Poetics, Methuen, London og New York 1983. Þessi ritgerð var upphaflega samin í námskeiðinu "Skáldsagnagerð" sem Halldór Guðmundsson kenndi í Almennri bókmenntafræði vorið 1989. Hún birtist hér lítillega breytt. 48

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.