Bergmál - 01.09.1951, Side 7
1951 ------------------------
eiganda í Alcobaca, sem pabbi
vill endilega að ég giftist. En
svo — rétt áðan —“ hélt Man-
uela áfram, hlæjandi, „þá
dreymdi mig elskhuga minn.
Ó, — hann er guðdómlegur,
Moura!“
„Þér verðið að afsaka, en ég
veit ekki hvern af elskhugum
yðar þér eigið við, senorita
Manuela.“
„Mikill þorskhaus getur þú
verið! Síðast liðinn mánuð hefi
ég aðeins átt einn einasta elsk-
huga — Leon Gaoyaz — flug-
foringjann.“
„Er það hann, sem flýgur áætl-
unarflug til allra mögulegra og
ómögulegra staða í Brazilíu?“
„Já, það er hann, Moura. Ó
— Leon er dásamlegur! Hef-
urðu tekið eftir þessu sólbrúna
andliti, hvað það er festulegt.
Og hakan, hvað hún er karl-
mannleg? Þú ættir að heyra
hann hlæja — hátt og innilega
eins og drengur, smitandi hlátri,
ég kemst í gott skap, aðeins af
því að sjá hann ....“
„Jú, jú mikil ósköp,“ greip
þjónustustúlkan fram í, „en
senor Gaoyaz á varla flugvélina,
sem hann stjórnar, hvað þá
meira. Hann er ekki rétti mað-
urinn fyrir senoritu, sem alltaf
------------------ Bergmál
hefir lif að í allsnægtum og mun-
aði. Nei — farið heldur að ráð-
um mínum — giftið yður senor
Obidos uppi við Amazonfljótið!
Hann á margar miljónir og
„En maðurinn er kominn yjir
fertugt, Moura!“ mótmælti Man-
uela, og braut skurnið af egginu
sínu. „Þú vilt þó líklega ekki. að
ég giftist gömlum manni ....?“
„Barnaskapur, senorita! Mað-
urinn er á bezta aldri, þegar
hann er fertugur. Og svo er
annað mikilsvert: peningarnir
halda alltaf fullu gildi, en ástin
kulnar!“
„Þetta er nú vafasöm kenning',
Moura. Pabbi er nú þegar uppi-
skroppa. Hann skuldar, meöal
annars, senor Obidos 150.000
pesos — sem hann tapaði í síð-
ast liðinni viku, þegar Obidos
heimsótti okkur.“
„Nú — já, já. Og svo varð
þessi auðugi ekrueigandi ást-
fanginn í yður, senorita, — og
bað um hönd yðar, allra náðar-
samlegast, eins og svo fallega
er komizt að orði í skáldsög-
unum.“
„Já, og í gærkvöld, Moura —
í gærkvöld næstum ógnaði pabbi
mér — Moura. Heldur þú að það
geti verið satt að pabbi sé sama
5