Bergmál - 01.09.1951, Síða 10

Bergmál - 01.09.1951, Síða 10
Bercmál --------------------- stöðinni er ekkert gistihús, og varla nokkur staður, sem hægt er að gista. Og ég — elskan mín — vil að þú sofir konunglega í nótt.“ „í örmum þínum, Leon,“ hvisl - aði Manuela með tindrandi aug- um. „Ég hefi lofað föður þínum því,“ sagði Leon hlæjandi. .,að ég skuli ekki gera neina tilraun til að nálgast þig.“ „Hm,“ svaraði Manuela og setti á sig totu. Hm .... En Leon — hvar eigum við þá að sofa, kannske í heysátu?“ „Nei, um borð í stórum mótor- bát. Og — bíddu nú róleg — þangað til við höfum snætt kvöldverð og drukkið ema flösku af Manzanilla, og kaffi og nokkra Sombrero-líkjöra — því að, að því loknu ek ég þér þangað í bíl.“ í bíl .... ? Er þá til nokkur bíll hér á þessum stað?“ „Ég fæ lánaðan bíl hjá vél- fræðingnum í flugstöðinni. Hann er vinur minn. Allt verður í fínasta lagi, sannaðu til. — Sa- luto pesetas! Los fortos — los castangnettos. Það þýðir annars: Skál — of fjár — og heppni í ástum.“ Þegar Leon og Manuela komu ---------------- Seftember út úr litla veitingaskálanum, nokkru síðar, stóð bíll vélfræð- ingsins reiðubúinn við dyrnar og beið þeirra. Þau stigu upp í bílinn. Leon ók sjálfur þessum skröltandi fordvagni úr hlaði og beygði síðan niður eftir þröng- um vegi, sem lá meðfram hinu tignarlega Amazonfljóti. Eftir klukkustundar-akstur stigu þau út úr bílnum. Það var nú orðið aldimmt — eldflug- urnar dönsuðu í dimmbláu næt- urmyrkrinu, stjörnurnar bhk- uðu yfir höfðum þeirra, og þau heyrðu í fjarska öskur villidýra, sem leituðu niður að fljótinu, til þess að svala þorstanum. „Við þurfum að ganga dálít- inn spöl, áður en við komumst á leiðarenda,“ sagði Leon. „Þú verður undrandi Manuela, ég lofaði þér konunglegu um- hverfi.“ Hann hélt um mitti hennar, til að forða henni frá að falla um trjárætur eða flækja sig í vafningsjurtum. En — Leon kyssti hana ekki. „Hvers vegna ekki?“ spurði Manuela undrandi. „Af því ég hefi lofað föður þínum að gera það ekki,“ svar- aði hann. 8

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.