Bergmál - 01.09.1951, Page 13
Sumir vísindamenn vorra tíma hafa gerzt lófalesarar
til þess að auðvelda rannsóknir sínar á líkama og sál
mannsins.
AÐ LESA í LÓFA
Grein eftir H. Bailey.
Frá upphafi þessarar vísinda-
aldar, höfum við verið vöruð
við því að leggja trúnað á lófa-
spámenn og konur og annað spá-
fólk, og það svo mjög, að nú
orðið halda flestir það hina
mestu fjarstæðu að lófi manns-
ins geti gefið nokkrar upplýs-
ingar um fortíð eða framtíð.
Þess vegna verða líka flestir,
og þar á meðal einnig margir
vísindamenn, sem þrumu lostn-
ir, þegar háttvirtir og mikils-
metnir vísindamenn koma
skyndilega fram með þá stað-
hæfingu, að lófinn sé í raun og
veru ágætt sýnishorn af líkams-
og sálarástandi viðkomandi
manns og jafnvel sýni að ein-
hverju leyti lyndiseinkunn.
Nú á síðustu árum hefir þetta
gerzt, og einn hinn þekktasti af
þeim vísindamönnum, sem geng-
ið hafa fram fyrir skjöldu og
haldið því fram að hönd manns-
ins væri ekki einungis gripfæri,
heldur og spegill sálar- og lík-
amslífs, heitir dr. Eugene Schei-
mann, ættaður frá Vínarborg,
en nú starfandi lífeðlis- og sál-
fræðingur í Chicago. Þessi dr.
Scheimann hefir skrifað fjölda
tímaritsgreina í blöð og vikurit,
og nú nýlega, meðal annars, í
hið afturhaldssama tímarit
„Journal of Nervous and Mental
Diseases.“
í þessari grein segir hann að
lófaspámönnum og konum beri
að vísu að skipa á bekk með
skottulæknum, vegna þess að
lestur þeirra styðjist ekki við
sanna vísindalega þekkingu á
mannslíkamanum.
Aftur á móti sé lófalestur
með hliðsjón af læknisfræði-
legri þekkingu, mikilsverðari og
athyglisverðari en almennt sé
talið innan lækna- og sálfræð-
ingastéttanna.
11