Bergmál - 01.09.1951, Page 16
Bergmál -------------------------- September
ófullkominn stafagerð sýna
gagnstæða persónu.
D. Blátt áfram og rökvís:
Jafn þrýstingur og jöfn stafa-
gerð sýnir heiðarleika og rök-
vísa persónu. Orðin fylgja þá
línunum nákvæmlega, og allir
minni stafir hnífjafnir að stærð.
E. Veikgeðja: Það sýnir veik-
geðja og mjög hrifnæma per-
sónu.
Þegar stafagerðin er mjög mis-
munandi og ójafnir stafir, sem
eru stöðugum breytingum und-
irorpnir. Orðin fylgja ekki lín-
unum og misjafnt bilið á milli
þeirra. Slík skrift gefur greini-
lega til kynna margvísleg og
breytileg hughrif.-----
Af þessum fáu dæmum má
glöggt sjá, að það er mjög margt,
sem felst í hönd mannsins og
skrift. Miklu fleira en hið óæfða
auga leikmannsins sér.
Endir.
Bjarni: „Veiztu það Grímur, að þeg-
ar skornir eru úr þér hálskirtlar, þá
er það kallað tonsillectomy, og þegar
skorinn er úr þér botnlanginn, þá er
það kallað appendectomy. En þegar
skorinn er ofvöxtur af höfðinu á þér,
hvað er það kallað?“
Grímur: „Það veit ég ekki. Hvað er
það kallað?"
„Bjarni: „Það er kallað: klipping."
Pétur og Páll
Þessi smásaga er eftir unga, íslenzka
stúlku, og skrifuð í sjúkrahúsi
í Reykjavík.
Maður gengur eftir götunni.
Hann er hraustlegur, gengur
hratt og veifar stafnum, en það
er áhyggjusvipur á breiðu enn-
inu og augljós þreytumerki
kringum hvöss, blágrá augun.
Vindillinn fær óþarflega harð-
leikna meðferð milli tanna eig-
andans, og það kveður við tals-
verður smellur í hvert skipti,
sem stafurinn og gangstéttin
mætast.
Pétur er í vondu skapi. Ó,
hvað hann vildi, að hann hefði
náð í þennan ræfilslega póst-
þjón, sem kom með þetta and-
styggðar bréf í morgun. í hug-
anum nýtur hann þeirrar
ánægju, að sjá póstþjóninn velta
niður tröppurnar eftir vel úti
látinn löðrung. Hnefinn krepp-
ist utan um handfangið, svo að
hnúarnir hvítna.
Pétur er reiður. Svei því, ef
hann fer nokkuð vestur, þegar
karlinn verður jarðaður. Hann
hefði átt að senda honum fleiri
gjafir og bera meiri umhyggju
fyrir honum. En þá vissi hann
14