Bergmál - 01.09.1951, Side 18
Bergmál -------------------
Hvert fótmál kostar hann á-
reynslu og jafnvel sársauka. En
það er fögnuður í svip hans,
sem einnig býr yfir leyndri ang-
urværð og söknuði. Páll gleðst
yfir því, að í dag er vor og sól-
skin. Himinninn er dimmblár
og óendanlegur eins og hugur
manns. Hvít og smá skýin
skyggja á einsiaka stað á blá-
dýpi loftsins með æfintýralegri
siglingu sinni um himinhvolfið.
Þau eru eins og kvikmyndað
æfintýri, óvenjulegt og dular-
fullt, þar sem hamskiptin eru
svo tíð og atburðirnir reka hvern
annan með slíkum hraða og
breytileik, að áhorfendurnir
verða að hafa sig alla við til að
geta fylgzt með. En Páll gengur
hægt, og hann fylgist vel með.
„En hvað ég var heppinn að
komast út í dag“, hugsar hann
og horfir á hesthöfuð í skýjun-
um. Bara að hún, — svipurinn
verður angurvær, — bara að
hún Þóra litla frænka hans væri
komin á fætur og út í sólskinið.
Jafnvel þótt maður gangi hægt
og finni svolítið til, þá mundi
sjálfsagt margur þakka fyrir að
geta gengið. Vafasamt, hvort
Þóra litla mundi nokkurn tíma
komast áfram hér eftir öðruvísi
en í bíl eða ökustól. Maðurinn
-------------- September
þarna gengur hratt núna, en
hver veit hvað lengi. Einu sinni
hafði Þóra litla hlaupið og Páll
klifrað í kletta, en nú? Aum-
ingja Þóra litla, skyldi hann
ekki fá að heimsækja hana
bráðum. Hefði hann haft efni á
að gefa henni fallegan blóm-
vönd. Þóru litlu þótti svo vænt
um blóm. Ef það væru nú blóm
hér, sem hann gæti tínt. Blóm
hér. Nei, blóm vaxa ekki á göt-
unum í Reykjavík. En hvað
fuglarnir syngja yndislega.
Loks er hann kominn niður í
fjöruna. Það eru ekki bekkir
hér eins og í Hljómskálagarðin-
um. Hann sezt á stein í f jörunni.
Litlar öldur gjálfra við stein.
Hann horfir — langt út í fjarsk-
ann. Öldurnar stækka og fjar-
lægjast og skella á svörtum
sandinum, sem af hólnum, þar
sem hann situr, lítur út eins og
breið rönd.
Gjálfrið vex og verður að
hljómmiklum gný hins volduga
úthafs. Einnig fjöllin eru orðin
fjarlægari og snortnari af töfr-
um sólskinsins og bláma lofts-
ins. Og hér er allt fullt af blóm-
um. Hesthausinn í skýjunum er
orðinn að rauðum, reistum fák,
sem kemur hlaupandi á móti
16