Bergmál - 01.09.1951, Qupperneq 22

Bergmál - 01.09.1951, Qupperneq 22
Bergmál ---------------------- byssuskot rauf dauðakyrrð frum- skógarins, um 50 fetum á vinstri hönd hans. „Ég kálaði einum af þessum bölvuðum sólarsonum ........!“ kallaði einhver óskýrum rómi. „Ert þú þarna, Ed?“ spurði liðþjálfinn, hugsunarlaust „Já,“ kallaði sama röddin aftur. Svitinn spratt fram á enni liðþjálfans, því honum virtist rödd Ed’s eitthvað torkennileg. „Guð hjálpi mér, hver veit nema þetta sé Japani, sem er að tala við mig,“ hugsaði hann. „Heyrðu, þarna þú, hvar er borgin Kalamazoo?“ kallaði hann út í myrkrið. Hann losaði gætnislega um öryggið á rit'fl- inum sínum. „Hvað gengur að þér?“ svar- aði röddin, „hún er auðvitað í Michigan, gamli fálki.“ „Ja-so ....“ svaraði liðþjálf• inn, og létti honum nú mikið. „Komdu þá, við skulum halda áfram.“ Ég tapaði áttavitanum mínum — hvar ertu?“ Liðþjálfanum hnykkti við, hann stóð grafkyrr, hlustaði, óttinn greip um hann að nýju. Hann beit á jaxlinn og rýndi grimmdarlega út í myrkrið. ---------------- September Hann greip fast utan um riffil- skeftið, beygði sig niður og hlustaði eftir hverri hreyfingu, taugar hans voru spenntar til hins ýtrasta. „Hvar er Paducha?“ spurði hann snöggt, og hélt svo niðri í sér andanum. Röddin heyrðist enn, nær en áður, og nú lítið eitt meira til hægri. „Ertu nú loksins að tapa þér? Hvað gengur eigm- lega að þér? Paducha er í Penn- sylvaniu!“ Liðþjálfinn gat nú talað ró- legri röddu: „Allt í lagi, komdu þá .... “ Dökkar trjágreinarnar hrist- ust til og svignuðu. Liðþjálfinn miðaði rifflinum af mestu ná- kvæmni og skaut jafnskjótt og hann greindi fyrstu hreyfinguna fram undan sér. Við glampann frá skotinu sá hann mannsand- lit, hræðilega afmyndað af dauðakvölum. — Hann kraup niður við hlið líksins og leitaði í vösum jap- anska hermannsins. Síðan las hann áletrunina á úri, sem hann fann í einum vasanum: „Verðlaun til Edward Thomas fyrir afburða kunnáttu í efna- fræði. Háskólinn í Paducha, Kentucky.“ Endir. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.