Bergmál - 01.09.1951, Page 30
Bergmál -------------------
áhrif á hann. Hann varð þá létt-
ur í skapi og áhyggjulaus, en í
þetta skipti fór á aðra leið. Hann
var enn í hinu versta skapi og
úrillur mjög, en hann sneri
heim að sumarbústaðnum rúmri
klukkustund síðar. Ef að þessi
frænka Önnu væri annað eins
skrímsli eins og hinar frænk-
urnar höfðu reynzt, þá yrði
þessi eina vika í Fishcliff eins
og heil öld. Það var nauðsyn-
legt fyrir hann að vera kaldur
og ákveðinn.
í þessum, eða svipuðum hugs-
unum settist Einar í einn garð-
stólinn á grasflötinni framan við
sumarbústaðinn, og starði út í
loftið.
Skyndilega heyrði hann ein-
hverja hreyfingu aftan við sig,
— inni í sumarbústaðnum — og
þegar hann sneri sér við, bjóst
hann við að sjá Önnu. En það
var ekki Anna. Það var ung
stúlka, sem Einar hafði aldrei
séð fyrr. Hún var að koma út
úr litla svefnherberginu og
hafði auðsjáanlega fengið sér
bað í sjónum. Hún var klædd
þunnum rósóttum, sumarkjól,
hamaðist við að þurrka blauta
hárlokkana með baðhandklæði.
Hún hafði mikið, dökkt hár, sem
bylgjaðist niður á herðar.
--------------- September
„Halló!“ sagði hún og brosti
um leið svo töfrandi brosi, að
það hefði verið nóg til að fá
hvaða kvikmyndaframleiðanda
sem væri, til að fara á stúfana
með samning. „Ég býst við að
þú sért Einar?“
„Ja-á,“ svaraði Einar, loð-
mæltur. Hann sá, að hún tók
einhverja vota smátusku af
grindverkinu og vatt hana. Það
var sundbolurinn hennar. Einar
hugsaði sér hana í þessum litlu
sundfötum, og sú mynd, sem
hann sá fyrir hugskotssjónum
sínum var svo glæsileg, að
honum fannst hann gæti horft
lengi á hana. „Þú ert þó líklega
ekki Betty?“
„Jú, ég held nú það,“ sagði
hún, „þú hefir þá vitað að ég
ætlaði að koma hingað?"
„Já, já,“ sagði Einar ljómandi
af ánægju. „Það var gaman, að
þú skyldir koma, Betty. Hvar
er Anna?“
„Þessi glæsilega, sólbrúna
meyja, brosti ísmeygilega.
„Hún rauk af stað upp í þorp-
ið. Hún * var eitthvað æst yfir
því að þú hefðir boðið einhverj-
um kunningja þínum að koma
hingað og dvelja hjá ykkur og
hún hafði farið að jagast yfir
því. Hún sagðist ætla að reyna
28