Bergmál - 01.09.1951, Page 33

Bergmál - 01.09.1951, Page 33
1951 B ERGMÁL fólk opna gluggana? eh.“ Hann tók ofan hanzkana, sveiflaði fiðluboganum eins og hann væri með tónsprota á hljómsveitarpalli, og gekk síðan föstum skrefum fram og aftur um götuna. Nú kom líf í gömlu óvönd- uðu, rauðleitu fiðluna. Hún varð að töfragrip í höndum þessa manns. Tón- arnir dönsuðu, æstust, hófu kapphlaup í trylltum sívaxandi ofsa. Þrumandi „appreggios,“ óstjórnlegar „Cadenzur," glæsilegt „vibrato," og Ijóðræn „harm- onics." Einn gluggi opnaðist og einn shill- ingur kom fljúgandi niður á götuna. Annar gluggi opnaðist, marrandi í frostinu, annar til, og svo einn af öðr- um, margir í einu. Þessi dásamlega hljómlist snart björtu íbúanna á Tems- árbökkum á sjálfan jóladaginn. Peningunum rigndi nú niður í hatt mannsins, sem hafði verið í fylgd með fiðlusnillingnum og hafði tekið að sér að safna aurunum saman. Karlar og konur hlustuðu agndofa á fiðluleikinn og börnin voguðu sér jafnvel út á göt- una. Enginn nærstaddur hafði nokk- urn tíma heyrt aðra eins hljómleika. Skyndilega lauk hljómleikunum og barmafullur hattur af silfurpeningum var tæmdur í vasa blinda mannsins. „Guð hefir bænheyrt yður!“ sagði sá, sem leikið hafði. „Gjörið svo vel! Nú, þér fara heim. Kaupa nóg til eins dags. Haldið veizlu — einn dag.“ „Hvað heitið þér — segið mér nafn yðar?“ hrópaði blindi maðurinn klökk- ur af aðdáun og þakklæti, um leið og hann tók við fiðlunni sinni aftur, með skjálfandi höndum. Fylgdarmaður fiðluleikarans varð fyrir svörum: „Hann er kallaður — Paganini." — (Þessi smásaga er sönn.) Maður nokkur gekk niður á bryggju og sníkti sér fisk í soðið, en þótti gjöfin vera skorin við nögl: — Djöfull er hann drullugur duglega þyrfti að skafa hann. Lítill bæði og lélegur, líkur þeim, sem gaf hann. Leyndarmál: Það, sem þú segir að- eins einum í einu. 31

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.