Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 37
1951 --------------------------
mér hefir þó tekizt sæmilega að
hafa mig í gegnum það, þangað
til í dag. Núna á ég sem sé
að vera dómari í úrslita-sam-
keppni milli fallegra ungbarna,
og það er mér lífsómögulegt að
gera.“
Ég fann til með honum.
„Andstyggilegt hlutverk, það
er það,“ sagði ég. „En geturðu
ekki sagzt hafa orðið skyndi-
lega veikur og látið einhvern
hér gera þetta í þinn stað?“
Hann hristi höfuðið.
„Mæður, sem koma með born
sín á samkeppni, eru furðu illar
viðfangs,“ sagði hann, „og mæð-
urnar hér í Seacliff eru beinlínis
lífshættulegar. Ég býst við, að
það sé loftslaginu að kenna. Ef
einhver borgarbúi hér ætti að
vera dómari, mundu mæður
allra barnanna, sem ekki fengju
verðlaun, gera aðsúg að honum
og segja að hann væri hlut-
drægur. Þess vegna er ég feng-
inn til að gera þetta. En mér er
alveg ómögulegt að standa í
þvílíku, og þess vegna ætla ég
að biðja þig að gera þetta fyrir
mig.“
Mér varð svei mér ekki um
sel, en vildi þó ekki neita þessu.
Við borðuðum hádegisverð á
------------------ Bergmál
gistihúsinu og á eftir hringdi ég
til Maríu.
„Þú brosir líklega,“ sagði ég,
„þegar þú heyrir, hvað forstjór-
inn var að vilja með mig hing-
að. Mágur hans, borgarstjórinn
hérna, fékk hann til að vera
dómara í samkeppni milli fal-
legra ungbarna, í sambandi við
sæluvikuna, sem stendur yfir
núna, og hann fékk mig til að
dæma fyrir sig, af því að hann
getur ekki þolað ungbörn nærri
sér.“
Ég var að slíta samtalinu,
þegar dyravörðurinn benti mér
að koma og tala við sig.
„Það er hér símtal við vin
yðar, mág borgarstjórans okk-
ar“, sagði dyravörðurinn. „Hann
virðist hafa vikið sér eitthvað
frá. Vilduð þér tala í staðinn?
Það er um þessa samkeppni, sem
hann á að dæma.“
Ég talaði í símann og mann-
auminginn í símanum sagði
mér, að samkeppnin mundi ekki
fara fram í Park-veitingahús-
inu, þar sem kviknað hefði smá-
vegis í þar.
„Hún mun fara fram í Pier-
leikhúsinu og byrjar stundvís-
lega kl. 3. Hún átti að vera kl.
hálf-fimm, en leikhúsið er lofað
öðrum á þeim tíma ....“.
35