Bergmál - 01.09.1951, Qupperneq 41
1951
góð íþróttamanneskja hún er —
öðru nær. Ég þekkti einu sinni
mann, sem var talinn mjög ást-
fanginn af konu, sem talin var
bezti tennisleikarinn í héraðinu.
Hann hafði verið kvæntur
þessari sport-konu sinni í ár,
þegar ég hitti hann á förnum
vegi. Þegar hann kvaddi mig,
sagðist hann þurfa að flýta sér
heim „til þess að hjálpa Jenny
við búreikningana. Hún getur
alls ekki lagt saman tvo og tvo.“
Og hann hraðaði sér heim til að
hjálpa Jenny að leggja saman —
og með því fannst honum hann
sjálfur vera riddaralegur og
ómissandi. Og ég held, að það
sé vegna þessa, sem hann giftist
henni — en ekki af því að hún
gat barið tenniskúlur fastar en
aðrar stúlkur.
II. Hin ráðríka stúlka. Einu
sinni sagði Marta (einhver allra
laglegasta stúlkan í bænum)
mér það í trúnaði, að karlmenn
væru ákaflega ginnkeyptir fyrir
því að kynnast henni, en svo
stingju þeir undantekningarlaust
af með einhverri annarri eftir
stuttan tíma. „Ég veit ekki til“
sagði hún og brosti, „að það sé
neitt athugavert við mig, en
samt er það eitthvað, og vinir
------------------- B E R g m Á L
mínir eru ófáanlegir til að
segja mér, hvað það sé.“
Seinna komst ég að þessu af
tilviljun. Ungur bilakaupmaður
kynntist Mörtu og fór á stefnu-
mót með henni í þrjá mánuði,
en hætti svo skyndilega og dró
sig í hlé. Þegar ég spurði hann
svo, hvað hefði komið fyrir,
sagði hann: „Ef ég hefði haldið
áfram í nokkrar vikur í viðbót,
hefði hún verið búin að gleypa
mig gjörsamlega. Hún sagði mér
fyrir, í hvaða fötum ég ætti að
vera, hvað ég ætti að borða og
hverjum ég ætti að kynnast, og
mér fannst ég orðinn álíka
ósjálfstæður eins og þegar ég
var óbreyttur liðsmaður í hern-
um.
Við vorum einu sinni að
skemmta okkur að kvöldlagi
með Helen og Jack, og Jack
stakk upp á því, að við færum
að veiða um næstu helgi. Og
þegar ég áttaði mig á því, að
ég hafði litið á Mörtu til að
vita, hvort hún kinkaði kolli,
þá varð mér líka Ijóst, að mér
var bezt að hypja mig — og það
fyrr en seinna.“
III. Stúlkan með óheilbrigðar
hugmyndir um kynferðismálin.
Annaðhvort hagar hún sér eins
og hún álíti karlmann vera eins
39