Bergmál - 01.09.1951, Page 42

Bergmál - 01.09.1951, Page 42
B E R G M Á L --------j-----------SEPTEMBER konar ránfugl, sem bíði eftir að steypa sér yfir bráðina — eða hún kemur í ljósbláum, flags- andi morgunslopp til dyranna, þegar hann ber. Hvorugt er lík- legt til að flýta fyrir hjóna- bandinu. Flestir menn, sem eitt- hvað er varið í á annað borð, ætlast til, að stúlkur hafi skyn- samlega og mótaða afstöðu til kynferðismála og fari ekki út í öfgar. Þeir forðast stúlku, sem er allt of auðunnin bráð fyrir þá — og eins hina, sem er of tepruleg. Það er ekki ævinlega auðvelt fyrir stúlkur að rata hinn gullna meðalveg í þessum efnum og finna þá lausn, er karlmönnum gezt yfirleitt bezt að, — og sér- staklega er það erfitt fyrir þær, sem eru byrjaðar að örvænta. „Á mínum yngri árum ollu kynferðismál mér engum á- hyggjum,“ sagði nýlega 29 ára gömul piparmey við mig. „En núna veit ég ekkert hvernig ég á að haga mér í þessum efnum. í dag virðast mér þessir hlutir skipta öllu máli, en á morgun finnst mér ef til vill, að ég eigi sem mest að forðast að leiða hugann að þeim. Hvorugt er rétt. Þetta er mér vel ljóst, en það er í sannleika sagt afar erf- itt fyrir ógiftar stúlkur að líta hlutlausum augum á kynferðis- málin.“ Það er erfitt, jafnvel fyrir þær, sem giftar eru. Og bezta aðferðin er að treysta sjálfum sér nógu vel. Sumar konur virð- ast halda, að í þeim búi einhvers konar illur andi, sem geti leitt þær á refilstigu hvenær sem er. Og þar af leiðandi eru þær alltaf á verði og svipta sjálfa sig möguleika á því að vera eðli- legar og frjálslegar í umgengni við karlmenn. Ef þær svo hins vegar lenda einhvern tíma á glapstigum, er það venjulega af því, að þessi ótti hefir komið þeim gjörsamlega út úr andlegu jafnvægi. Karlmenn virða kon- ur, sem hafa fulla stjórn á kyn- hvötinni, en þeim fellur illa að umgangast þær konur, sem ekki vita, hvernig þær eiga að haga sér í kynferðismálum og ekki eru í jafnvægi af þeim sökum. IV. Hin sjálfselska stúlka. Ég þekkti einu sinni stúlku, sem hafði heyrt, að karlmönnum þætti gott að láta slá sér gull- hamra og hlusta á sig. Og hún fór eftir þessu, hlustaði og smjaðraði alveg eins og hún gat. Þegar svo tilraunadýrin löbbuðu burt án þess að vera sérstaklega 40

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.