Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 42

Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 42
B E R G M Á L --------j-----------SEPTEMBER konar ránfugl, sem bíði eftir að steypa sér yfir bráðina — eða hún kemur í ljósbláum, flags- andi morgunslopp til dyranna, þegar hann ber. Hvorugt er lík- legt til að flýta fyrir hjóna- bandinu. Flestir menn, sem eitt- hvað er varið í á annað borð, ætlast til, að stúlkur hafi skyn- samlega og mótaða afstöðu til kynferðismála og fari ekki út í öfgar. Þeir forðast stúlku, sem er allt of auðunnin bráð fyrir þá — og eins hina, sem er of tepruleg. Það er ekki ævinlega auðvelt fyrir stúlkur að rata hinn gullna meðalveg í þessum efnum og finna þá lausn, er karlmönnum gezt yfirleitt bezt að, — og sér- staklega er það erfitt fyrir þær, sem eru byrjaðar að örvænta. „Á mínum yngri árum ollu kynferðismál mér engum á- hyggjum,“ sagði nýlega 29 ára gömul piparmey við mig. „En núna veit ég ekkert hvernig ég á að haga mér í þessum efnum. í dag virðast mér þessir hlutir skipta öllu máli, en á morgun finnst mér ef til vill, að ég eigi sem mest að forðast að leiða hugann að þeim. Hvorugt er rétt. Þetta er mér vel ljóst, en það er í sannleika sagt afar erf- itt fyrir ógiftar stúlkur að líta hlutlausum augum á kynferðis- málin.“ Það er erfitt, jafnvel fyrir þær, sem giftar eru. Og bezta aðferðin er að treysta sjálfum sér nógu vel. Sumar konur virð- ast halda, að í þeim búi einhvers konar illur andi, sem geti leitt þær á refilstigu hvenær sem er. Og þar af leiðandi eru þær alltaf á verði og svipta sjálfa sig möguleika á því að vera eðli- legar og frjálslegar í umgengni við karlmenn. Ef þær svo hins vegar lenda einhvern tíma á glapstigum, er það venjulega af því, að þessi ótti hefir komið þeim gjörsamlega út úr andlegu jafnvægi. Karlmenn virða kon- ur, sem hafa fulla stjórn á kyn- hvötinni, en þeim fellur illa að umgangast þær konur, sem ekki vita, hvernig þær eiga að haga sér í kynferðismálum og ekki eru í jafnvægi af þeim sökum. IV. Hin sjálfselska stúlka. Ég þekkti einu sinni stúlku, sem hafði heyrt, að karlmönnum þætti gott að láta slá sér gull- hamra og hlusta á sig. Og hún fór eftir þessu, hlustaði og smjaðraði alveg eins og hún gat. Þegar svo tilraunadýrin löbbuðu burt án þess að vera sérstaklega 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.