Bergmál - 01.09.1951, Side 48

Bergmál - 01.09.1951, Side 48
B E R G M Á L ----------------- sleppa svo ódýrt, og samþykkti þetta samstundis. — Nokkrum mánuðum síðar opn- aði félag ungverskra listmálara sýningu í myndlistasafnhúsinu í Budapest. — Sama daginn og sýningin var opnuð hringdi sím- inn heima hjá Kelen. Og hálfri klukkustund síðar kom hann í eigin persónu æðandi inn í myndlistarsalinn og beint að þeirri álmu, þar sem mynd Se- besy var til sýnis, það var sama myndin, sem hann hafði neitað að greiða. Hann leit á undir- skrift myndarinnar og varð rauður sem blóð í andliti. Hann æddi því næst beint inn í skrif- stofu sýningarforstjórans og krafðist þess að myndin yrði samstundis tekin niður. Sýn- ingarforstjórinn sagði honum hæversklega, að samkvæmt sér- stökum samningum, þá yrðu all- ar myndirnar að vera kyrrar á sínum stað í sýningarsalnum þær sex vikur, sem sýningin stæði yfir. „En ég verð hafður að háði og spotti um alla Budapest,“ æpti Kelen, miður sín af bræði. „Þetta er ærumeiðandi. Ég fer í mál við ykkur.“ „Þér skuluð fara hægt í sak- irnar,“ sagði forstjórinn sefandi, --------------- September og dró um leið upp úr vasa sín- um bréfið, sem Kelen hafði skrifað að beiðni Sebesys. „Þar sem þér hafið sjálfir, gefið vott- orð um það, að málverkið líkist yður ekki vitund,“ sagði hann kuldalega, „þá er hætt við að lögin geti lítið hjálpað yður í ' þessu tilfelli.“ í örvæntingu sinni bauðst Kel- en til að kaupa málverkið, en brá þá heldur en ekki í brún, er hann komst að því, að nú var verðið tífalt á við það, sem það hafði verið í upphafi. En af því mannorð hans og heiður var í veði, skrifaði Kelen samstundis ávísun á fimm þúsund pengös. Listamaðurinn náði því ekki aðeins því takmarki að selja þeim manni málverkið, sem upp- haflega hafði beðið um það, heldur kom hann einnig fram hefndum á auðkýfingnum, að- eins með því að setja þessa undirskrift á myndina: „Mál- verk af þjófi.“ Endir. Bing Crosby lýsti eitt sinn Peter Lorre þannig: „Það er náunginn, sem bíður úti í bílnum, á meðan Humphrey Bogart rænir bankann." 46

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.