Bergmál - 01.09.1951, Page 58

Bergmál - 01.09.1951, Page 58
B E R G M Á L------------------------------------SEPTEMBER einhvers virði væri T. S. Elliot. Reyndar hélt Marjorie fram ýmsum skoðunum, en hefði venjulega rangt fyrir sér. Hann kom nú auga á rósirnar sem hann sendi, þar sem þær voru í bláa vasanum, hún sá hvert hann leit, og sagði í flýti: „Ó, doktor Brad, ég hefi gleymt að þakka yður fyrir rósirnar, þær eru yndislegar, finnst yður það ekki?“ „Eruð þér hrifnar af þeim?“, spurði hann blátt áfram. „Já, ég er mjög hrifin af þeim,“ sagði hún hljóðlátlega. Hann varð fremur vandræðalegur. Hann hafði sent þessar rósir af hreinni tilviljun, en rödd hennar lýsti svo innilegu þakklæti, er hún talaði um þær. Og rödd hennar lýsti einhverju meiru en þakklæti, einhverju sem vakti hjá honum þrá, sem hann var hræddur við að viðurkenna fyrir sjálfum sér. Hún framreiddi kakaó, sem þau drukku í sameiningu. Hann sat í hægindastólnum, en hún sat á koll, hinum megin við rafmagnsplötuna. Þetta er mjög viðkunnanlegt, Natalía,11 sagði hann. „Mér lízt vel á herbergið yðar. Hér er hægt að hvílast.“ Og hann hugsaði um það, hversu miklu betur honum félli þetta, heldur en nýtízku, sérkennilegu skreytingarnar á hans eigin heimili, þar sem sérkennileg húsgögn, sterkir litir samfara yfirborðs-glaðværðaranda, bar allt húsmóður- inni vitni, Marjorie Daw. Meðan hann drakk kakaóið, veitti hann athygli mynd- inni af frelsaranum. Hann hnyklaði brýnnar. „Ég man eftir þessari mynd,“ sagði hann hugsandi. „Hún hékk — — hvar? Nei, — segið mér það ekki, ég skal muna það. — Já, nú man ég það — yfir rúminu hennar ömmu yðar, var það ekki?“ Hún brosti. „Það er rétt.“ „Það var einkennilegt rúm,” — hann brosti líka — „með stórum látúnskúlum.“ „Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir því rúmi, þegar ég var barn,“ sagði hún. „Ég hugsaði mér alltaf, að ef ég 56

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.