Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 18
Samkvæmt þessu hafa margir sagnfræðingar talið, að síra Jón
Einarsson hafi fyrstur manna flutt kenningar lútersku siðbótar-
innar á Islandi.
Eg tel hins vegar mjög hæpið, að þessi frásögn fái staðizt, eins
og Jón biskup Helgason réttilega bendir á. Mun ég leitast við að
gjöra nokkra grein fyrir sögu síra Jóns Einarssonar, ef vera kynni,
að takast mætti að varpa skýrara ljósi yfir þetta atriði siðbótasög-
unnar.
II
Hvorki er vitað um fæðingarár né fæðingarstað síra Jóns
Einarssonar með nokkurri vissu. Foreldrar hans voru Einar
Þórólfsson, bóndi á Hofsstöðum og síðar Knerri á Snæfellsnesi,
og kona hans, Katrín Halldórsdóttir, ábóta á Helgafelli Ormsson-
ar. Einar bóndi kemur nokkuð við bréf, var m.a. eitt sinn um-
boðsmaður Diðriks Pínings, hirðstjóra.
Þau hjónin brugöu búi 1493 og gjörðu þá samning við munkana
á Helgafelli unt að fá að dveljast í klaustrinu í próventu. Þau hafa
verið allvel efnum búin eins og fram kemur af þessum samningi.
Upp frá því hafa þau hjónin sennilega dvalizt lengstum í klaustr-
inu, þótt Einar hafi farið til alþingis og annað. Af því má fullvíst
telja, að hann hafi ekki verið orðinn mjög hrumur, þótt próventu-
nraðurværi. Ekkiervitað meðvissu umdánarárhans, nema hann
er dáinn fyrir 1532. Sennilega deyr hann alllöngu fyrr. Einars er
seinast getið á lífi 11. júní 1511, svo öruggt sé. Sterkar líkur benda
til, að hann sé enn á lífi 8. september 1512. Þá er hans getið í vitn-
isburði, án þcss að hann sé sagður dáinn. Hins vegar er í sama
vitnisburði talað um Þorleif heitinn.
Þau hjónin Einar og Katrín áttu allmörg börn. Merkust voru
síra Jón Einarsson, sem hér er fjallað um, Þórður, prestur í Hítar-
dal, Þorleifur, bóndi á Knerri og sýslumaður í Þórsnesþingi, faðir
Orms á Knerri. Ormur í Saurbæ á Kjalarnesi, sem veginn var í
Viðey 1519 af Erlendi Þorvarðarsyni, síðar lögmanni, og Þórunn
er gift var Jóni, syni Torfa í Klofa.
Við vitum fátt um síra Jón í uppvexti hans. Hann er í Skálholti,
er fyrstu öruggar sagnir fara af honum. Má geta þess til, að hon-
16
Goðcisteinn