Goðasteinn - 01.09.1993, Side 205
íhaldsmanna. Jónasi var tíðrætt um ,,óspektir smalanna" sem sr.
Eggert átti að hafa æst til óláta.
I Tímanum 22. og 29. sept. eru einar þrjár frásagnir af Stórólfs-
hvolsfundinum, ein þeirra nefnist ,,Sr. Eggert þakkar“. Þar segir
m.a. ,,Eins og kunnugt er hefir Guðmundur læknir starfað fyrir
Rangárvallasýslu með sérstökum dugnaði í mörg ár. Hann er talinn
í röð hinna fremstu héraðslækna á landinu. Sjúkrahúsi var kornið
upp á Hvoli fyrir hans forgöngu. Það hefur verið afar mikið sótt
og gert í héraðinu og næstu sýslum ómetanlegt gagn. ,,Læknis-
frúin hefir vegna héraðsins og starfa manns síns, bætt á sig öllu
því erfiði og fyrirhöfn, (þ.e. vegna sjúkrahússins).
Guðmundur Guðfínnsson dvelur nú erlendis. Frú hans lánar
fundarstað á Stórólfshvoli. Þá lætur sr. Eggert, prófastur í hérað-
inu, ellihniginn maður, hafa sig til þess að stofna til óspekta á
heimili frú Margrétar Lárusdóttur. Bróðir frú Margrétar lýsir því
yfir í heyranda hljóði, að frúin hafi lánað fundarboðanda staðinn
og engurn öðrum, og þeir sem að ólátum standi séu þar í engu
leyfi. - En sr. Eggert lætur menn sína, suma ölvaða, halda áfram
eins og götudrengi á skrílfundi í bæ. - Þannig þakkar séra Eggert
heimilinu á Stórólfshvoli, það sem þar hefir verið gert af læknis-
hjónum fyrir héraðið."
,,Að hætti erlends skríls“ er nafn á einni af þrem greinum um
fundinn. Þar segir m.a. að eftir fundinn hafi einn af merkustu
bændum í sýslunni, áður stuðningsmaður sr. Eggerts, þverneitað
honum um stuðning við framboð. ,,Bar við framkomu sr. Eggerts
að efna til fundahalds hér á landi að hætti erlends skríls.“
Þessum fræga fundi var hleypt upp af andstæðingum Jónasar.
Hann hélt því fram að séra Eggert og Björgvin sýslumaður hefðu
haldið fund heima hjá sýslumanni til þess að undirbúa óeirðir á
fundi J.J. Hafi svo verið er ólíklegt að Björgvin hafi verið þar
hvatamaður. Hann var heimilisvinur á Stórólfshvoli og hefur ekki
viljað valda þar leiðindum.
Goðasteinn
203