Goðasteinn - 01.09.1993, Side 163
alein og með þau tíðindi að faðir hennar hefði drukknað fyrir aug-
um hennar í vatni einu þar á afréttinum og má færa að því nokkuð
gild rök að það hafi verið í Alftavatni á Laufaleitum, afrétti Rang-
vellinga. Vatn þetta er innan við Markartljót. Benidikt hafði ætlað
að sundríða út á vatnið á eftir álftum, sem þá munu hafa verið
margar á vatninu, en hesturinn stungist fram af klapparbrún með
þeim atleiðingum, sem fyrr segir. Öllum sem til þekktu þótti und-
ur að telpan skyldi komast ein heim, þar sem yfir Markarfljót var
að fara, en faðir hennar hafði sagt henni að ef illa færi fyrir sér
á vatninu skyldi hún fara á bak einum ákveðnum hesti, sem var
nreð í ferðinni og mundi þá allt vel fara.
Þórunn, kona Benidikts brá skjótt við er henni bárust þessi
hörmulegu tíðindi og sendi þegar vinnumann sinn ásamt Páli
Sigurðssyni alþingismanni í Arkvörn og Ragnhildi inn á Álftavatn
til leitar að líki Benidikts, átti Ragnhildur að vísa á staðinn þar
sem slysið varð. Þau sáu för eftir hestinn þar sem Benidikt hafði
riðið út í vatnið, en ekki hafði lík hans rekið upp og fóru þau heim
við svo búið.
Nú vildi Þórunn að leitað væri í vatninu, en.til þess fékkst eng-
inn maður, þar sem heyannir stóðu yfir og leið svo fram að rétt-
um, bað hún þá Eirík Sverrisson, sýslumann í Kollabæ um
aðstoð, en hann taldi það óþarfa kostnað fyrir dánarbúið. Þórunn
undi þessum málalokum illa og leitaði til Ólafs Ólafssonar, smiðs
í Teigi um aðstoð í þessum raunum sínum og vanda. Kona Ólafs
var viðstödd er Þórunn bað hann fararinnar og mælti hún þá á
þessa leið: ,,Viltu láta hann fara eins og Benidikt?“ ,,Betri hugg-
unarorð hefðir þú getað talað til mín“ mælti Þórunn og rann mjög
til rifja. Ólafur kenndi í brjósti um Þórunni og hét ferðinni, bað
hann konu sína eigi um það fást, sig mundi með Guðs hjálp ekki
saka.
Þórunn sagði Ólafí draum sinn. Henni þótti Benidikt koma að
sér og óska að hann yrði sóttur, sagðist vera undir bergbrún í vatn-
inu. Taldi Ólafur þetta berdreymi, enda reyndist svo. Með Ólafi
fór vinnumaður Þórunnar og tveir menn aðrir, var annar þeirra
Þorgils bóndi Jónsson á Rauðnefnsstöðum á Rangárvöllum. Þeir
fengu ferjubát af Rangá á Kaldbak á Rangárvöllum og fluttu hann
Goðasteinn u
161