Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 135
Hvernig er það og hvernig var það?
Hvað olli breytingunum og hvernig áhrif höfðu þær á líf og sögu
fólksins?
Ég boða því ekki byltingar á Oddastefnu, en varpa fram þeirri
uppástungu að næsta Oddastefna verði helguð viðfangsefninu:
Náttúrufarslegar breytingar á íslandi frá landnámi, orsakir þeirra
og áhrif þeirra á líf og sögu þjóðarinnar. Ég legg til að menn fletti
upp í bókum sínum og gái að því hvað er vitað, gangi síðan út í
mörkina og skoði sig um og athugi og mæli hverngi landið hefur
breyst og síðan túlki menn áhrif þeirra breytinga á söguna. Ég
legg til að litið verði á þessi mál nokkuð kerfisbundið og bæði á
landdrægum og staðbundnum inælkikvarða og af þver- eða fjöl-
faglegri víðsýni. Til þess að þetta megi takast þarf strax að hefjast
handa um undirbúning, að tlétta sampn menn og verkefni. Það er
meira að segja nokkuð ljóst að þó af þessu verði, þá verða ekki á
næstu Oddastefnu, ef hún verður að ári, bornar fyrir menn um-
fangsmiklar lokaniðurstöður slíkra rannsókna, miklu fremur hrá
gögn, áfangaskýrslur og fyrstu hugmyndir um líklegar niður-
stöður.
Heimildir
Bryntjúlfur Jónsson 1894. Rannsóknir í Rangárþingi sumariö 1893.
Arbók Hins íslenska fornleifafélags, 1894. 21—25.
Brynjólfur Jónsson 1900. Rannsóknir í Rangárþingi sumarið 1899.
Arbók Hins íslenska forneifafélags, 1900. 1—8.
Brynjólfur Jónsson 1902. Rannsóknir í Rangárþingi sumariö 1901.
Arbók Hins íslenska forneifafélags, 1902. 1—32.
Einar Olafur Sveinsson 1948. Landnám í Skaftatellsþingi.
Skaftfellingarit II. Skaftfellingafélagið, Reykjavík. 198 bls.
Guömundur Jónsson Hoffell 1946. Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir.
Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri. 324 bls.
Haraldur Matthíasson 1982. Landið og Landnáma, 2 bindi.
Bókaútgáfan Örn og Örlvgur hf. 581 bls. + 14 kort og 32 myndasíður.
Haukur Jóhannesson. Sveinn P. Jakobsson og Kristján Sæmundsson 1982. Jarðfræöikort
af fslandi, blað 6, Miðsuðurland, 1:250.000, 2. útg.
Núuúrufrœdistofnun Islands og Landmœlingar Islands, Reykjavík.
Hreinn Haraldsson 1981. The Markarfljót sandur area, Southern lceland: sedimentologi-
cal, petrographical and stratigraphical stundies.
Striae, 15, Uppsala. 65 bls.
Goðasteinn
133