Goðasteinn - 01.09.1993, Side 175
Njarðvík, Arinbjörn í Tjarnarkoti ,,og Lárus læknir Pálsson á
Sjónarhóli“. - Hinn 9. desember 1880 gerði ofsaveður og fuku og
brotnuðu nokkur skip. Þá fauk dekkbátur Lárusar hómopata sem
var í smíðum og tvö róðrarskip hans“.
Lárus kvæntist árið 1882 Guðrún Þórðardóttur frá Höfða á
Vatnsleysuströnd, fædd 24. apríl 1854, d. 5. júní 1918. Foreldrar
hennar voru Þórður bóndi á Höfða Jónsson bóndi á Hrafntóftum
í Holtum og kona hans Sesselja (1827—1901) Jónsdóttir bónda í
Gunnarholti. Sesselja var systir Guðríðar í Hvammi á Landi,
móðir Eyjólfs í Hvammi sem nefndur var ,,Landshöfðingi“ og
Einars á Bjólu, Guðmundar ríka á Kornbrekkum og þeirra syst-
kina. Þórður, fáðir Guðrúnar, drukknaði í fiskiróðri 1862.
Marta Valgerður lýsir Guðrúnu svo í minningum sínum:
,,Guðrún var yndisleg kona, ljúflyndi var hennar aðalsmerki.
Hún var hæglát og róleg í dagfari, alltaf sívinnandi og kom miklu
í verk. Aldrei heyrði ég hana segja æðruorð hversu mikið sem hún
hafði að startá og um að hugsa, en allra vandræði vildi hún leysa
og gerði á sinn hægláta hátt, það sem í hennar valdi stóð til létta
annarra byrðar“.
I eftirmælum um Guðrúnu í Tímanum 8. júní 1918 segir G.M.
(Guðbrandur Magnússon): ,,A Sjónarhól höfðu þau hjón um-
svifamikinn búskap til lands og sjávar, voru stundum 36 manns
í heimili á vetrarvertíð. Má geta nærri hverrar orku hefur þurft til
að neyta af hálfu húsmóðurinnar og veita forstöðu slíku heimili,
því færra var aðfengið þá en nú af því sem með þurfti og húsbónd-
inn einatt í lækningarferðum svo löngum tíma skifti. En um-
hyggjusemi Guðrúnar og ráðdeild reisti hér fullkomna rönd við“.
Um búferlaflutning þeirra hjóna af Vatnsleysuströnd segir
Marta Valgerður (Faxi sept. 1967): ,,Árið 1899 lluttu þau hjón til
Reykjavíkur með börn sín öll, var þá orðið mjög tregt um afla á
hinum góðu fiskimiðum úti fyrir Strönd svo margir leituðu burt,
en Lárus mun einnig hafa haft í huga menntum barna sinna, sem
var mun auðveldara með búsetu í Reykjavík“. Þá er til Reykjavík-
ur kont byggði Lárus stórt timburhús, Spítalastíg 6. Húsinu fylgdi
stór lóð, var kálgarður á baklóð, fjós og hesthús.
Átta voru börn þeirra Sjónarhólshjóna er komust til fullorðins-
Goðasteinn
173