Goðasteinn - 01.09.1993, Side 262
Sigurbjartur Guðjónsson:
Djúpárhreppur
Annáll 1990 og 1991
Þungum þönkum mínum, sitjandi yfir óskrifuðu blaði, sem á
skyldi skrá frásagnaverð tíðindi næstliðinna 2ja ára í hreppnum,
(sem mér virtust engin hafa verið) lauk skyndilega með því, að
einhver hækkaði í viðtækinu, og ,,Eitt lag enn“ fyllti loftið. Þank-
inn losnaði úr áþján úrræðaleysisins, og tók til að velta fyrir sér
bjartsýni lagahöfundanna, sem endalaust raða þeim 8 tónum, sem
til umráða eru, á þann veg, að til verður nýtt lag. Og hér eins og
þegar prófessor Jón Helgason hlustaði á söng kattanna: ,,Hugur-
inn glaðnar þá heldur til, hlægir mig dillandi radda spil“. Ég
ákvað að hefjast handa. -
Enginn sem hugar að afkomu bænda, sleppir að reikna með
veðurfarinu, svo áhrifaríkt og það er um afkomu búenda. Veður-
gæði undanfarinna tveggja ára, hafa ekki verið skorin við nögl,
og jafnvel febrúarveðrið fór yfir án slysa, og víða tók það ómakið
af mönnum, að fjarlægja aflóga hús, og ekki víst að margir hafi
mikils að sakna, þegar jafnað hefir verið yfir rústirnar.
Uppskera í formi heys og garðávaxta var stórkostleg, og hafa
kartöflur ekki gefið jafn mikla uppskeru og nú, miðað við flatar-
einingu lands, síðan 1953. En eins og oft vill verða, fylgdi böggull
skammrifi: Eftir 37 ára svefn vaknaði kartöflumygla til lífsins á
ný, og gerði verulegan usla, og það svo, að þrátt fyrir verulega
uppskeru yfir sölumöguleika, náðu ekki allir bændur að eiga
söluhæfa vöru, þar til ný uppskera varð markaðshæf. - Bændur
voru varbúnir sýkinni, og það lítið reynt var til varnar, bar ekki
árangur. - A sl. sumri var áþekk tíð og sumarið áður, og nokkuð
augljóst hvers var von. Til voru kvaddir sérfræðingar bændasam-
taka til ráðuneytis um varnir. Svo illa tókst þó til, að sýking
260
Godasteinn